Innlent

Erill hjá lögreglu

Mynd/ GVA

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, vegna óláta frá bæði veitingastöðum og heimahúsum. Víða var mikið um ölvun og pústra en allir sluppu þó heilu og höldnu frá ævintýrum næturinnar, að sögn lögreglu. Fimm ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur.

Lögreglan á Suðurnesjum kærði þrjá ökumenn í nótt vegna gruns um akstur undir áhrufum fíkniefna. Þeir voru allir stöðvaðir í Reykjanesbæ. Einn þeirra var að auki kærður fyrir vörslu fíkniefna en lítilræði af ætluðu hassi fannst á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×