Innlent

Björgunarsveitir í Eyjum komast ekki að sjúkrahúsinu

Gísli Óskarsson fréttaritari Stöðvar 2 tók þessa mynd í Vestmannaeyjum í morgun.
Gísli Óskarsson fréttaritari Stöðvar 2 tók þessa mynd í Vestmannaeyjum í morgun.

Björgunarsveitir í Vestmannaeyjum komast ekki að sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum vegna ófærðar og hefur því ekki tekist að hafa vaktaskipti hjá starfsfólki frá því í gærkvöldi. Heilbrigðisstarfsfólk, sem kom á vaktina klukkan ellefu í gærkvöldi, hefur því ekki komist heim en vaktaskipti áttu að vera í morgun. Það sér nú fram á að þurfa að standa sína þriðju vakt í röð á sjúkrahúsinu þar sem óvíst er hvort björgunarsveitum takist að flytja starfsfólk um bæinn fyrir næstu vaktaskipti klukkan fjögur.

Þegar fréttaritari Stöðvar 2 í Eyjum, Gísli Óskarsson, innti starfsmann á sjúkrahúsinu hvort neyð hefði skapast fékkst það svar svo væri ekki en boginn væri spenntur til hins ítrasta.


Tengdar fréttir

Aftakaveður í Vestmannaeyjum

Aftakaveður hefur verið í Vestmannaeyjum í morgun. Varla sést á milli húsa og er ófært innanbæjar. Í fyrsta sinn í tæpan áratug falla niður messur í Landakirkju vegna fannfergis og skafhríðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×