Þorbjörg Helga: Björn Ingi gaf tóninn 23. janúar 2008 11:24 MYND/Anton Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það skref Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, að slíta samstarfi við sjálfstæðismenn í haust hafa fært pólitíkina í borginni á nýjan stað. Ómaklegt sé að að segja að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta á verri hátt en fráfarandi meirihluti gerði í október. Hún segir erfiðast fyrir marga borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að málefni Reykjavíkurflugvallar hafi verið gefin eftir í samningaviðræðum við Ólaf F. Magnússon en flokkarnir eigi mjög mörg stefnumál sameiginleg. Nýr meirihluti tekur við völdum í borginni á morgun eftir að sjálfstæðismenn náðu í fyrradag samkomulagi við Ólaf F. Magnússon, oddvita F-listans, um samstarf. Aðspurð um þá stöðu að tveir fyrstu varamenn F-lista styðji ekki Ólaf F. Magnússon segir Þorbjörg að nýi meirihlutinn verði að vanda sig vel og anda með nefinu. „Ég er þó mest hugsi yfir borgarbúum og embættismannakerfinu sem verða án efa nokkurn tíma að jafna sig. Það er ekki bara vegna þessara skipta nú heldur einnig vegna breytinganna í haust," bætir Þorbjörg við og telur aðspurð að atburðir síðustu mánaða hafi skaðað ímynd stjórnmálanna.„Ég tel að þetta megi mest rekja til upphaflegra slita Björns Inga Hrafnssonar og að hann hafi gefið tóninn fyrir þennan leik. Það var sögulegt enda í fyrsta sinn sem borgarstjórnarmeirihluti er rofinn. Reiðin er lengi að fara og það tekur langan tíma fyrir fólk að vinna aftur upp traust," segir Þorbjörg.Aðspurð hvort sjálfstæðismenn séu einhverju betri en Björn Ingi, sem þeir hafa gagnrýnt harkalega fyrir samstarfsslit, segir Þorbjörg að allir flokkar hafi verið búnir að taka skref í þessa átt. „Upphafið var hjá Birni Inga og hann er búinn að setja pólitíkina á annan stað. Það er ómaklegt að segja að við séum að gera þetta á verri hátt. Þau hlógu að okkur við meirihlutaskiptin í haust en nú nýttum við okkur það að þau voru ekki búin að gera neitt í sínum málum í þrjá mánuði," segir Þorbjörg og vísar þar til þess að enginn málefnasamningur hafi legið fyrir hjá fráfarandi meirihluta.Smjörklípa til þess að komast hjá fatakaupamáliAðspurð segir hún rétt það sem fram kemur í Fréttablaðinu að Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi átt frumkvæði að viðræðum við Ólaf F. Magnússon. Enginn hafi mótmælt því. „Hins vegar er það rangt sem Björn Ingi heldur fram í Fréttablaðinu að sjálfstæðismenn hafi boðið honum aftur samstarf. Þetta er smjörklípa hjá honum til þess að komast hjá þessu fatakaupamáli," segir Þorbjörg.Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, hefur lýst því yfir að málefnasamningur nýs meirihluta sé 70 prósent F-listaplagg. Þorbjörg segir hins vegar ekkert í samningnum sem sjálfstæðismenn hafi ekki áður lagt áherslu á ef undan sé skilið flugvallarmálið.„Það er erfiðast fyrir mörg okkar að það næst ekki í gegn. Málið var hins vegar komið í þá stöðu að ekkert yrði gert fyrr en úttekt á öðrum flugvallarkostum lægi fyrir og því sættir fólk sig við þetta," segir Þorbjörg og segir alveg eins hægt að segja að þetta sé 70 prósent D-listaplagg. „Við höfum til að mynda lagt mikla áherslu á Sundabrautina, umhverfismálin og velferð aldraðra í okkar vinnu."Aðspurð segir Þorbjörg verkaskiptingu í hinu nýja samstarfi ekki liggja fyrir en unnið sé að henni. Hún komi svo í ljós á morgun. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það skref Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, að slíta samstarfi við sjálfstæðismenn í haust hafa fært pólitíkina í borginni á nýjan stað. Ómaklegt sé að að segja að sjálfstæðismenn myndi nýjan meirihluta á verri hátt en fráfarandi meirihluti gerði í október. Hún segir erfiðast fyrir marga borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að málefni Reykjavíkurflugvallar hafi verið gefin eftir í samningaviðræðum við Ólaf F. Magnússon en flokkarnir eigi mjög mörg stefnumál sameiginleg. Nýr meirihluti tekur við völdum í borginni á morgun eftir að sjálfstæðismenn náðu í fyrradag samkomulagi við Ólaf F. Magnússon, oddvita F-listans, um samstarf. Aðspurð um þá stöðu að tveir fyrstu varamenn F-lista styðji ekki Ólaf F. Magnússon segir Þorbjörg að nýi meirihlutinn verði að vanda sig vel og anda með nefinu. „Ég er þó mest hugsi yfir borgarbúum og embættismannakerfinu sem verða án efa nokkurn tíma að jafna sig. Það er ekki bara vegna þessara skipta nú heldur einnig vegna breytinganna í haust," bætir Þorbjörg við og telur aðspurð að atburðir síðustu mánaða hafi skaðað ímynd stjórnmálanna.„Ég tel að þetta megi mest rekja til upphaflegra slita Björns Inga Hrafnssonar og að hann hafi gefið tóninn fyrir þennan leik. Það var sögulegt enda í fyrsta sinn sem borgarstjórnarmeirihluti er rofinn. Reiðin er lengi að fara og það tekur langan tíma fyrir fólk að vinna aftur upp traust," segir Þorbjörg.Aðspurð hvort sjálfstæðismenn séu einhverju betri en Björn Ingi, sem þeir hafa gagnrýnt harkalega fyrir samstarfsslit, segir Þorbjörg að allir flokkar hafi verið búnir að taka skref í þessa átt. „Upphafið var hjá Birni Inga og hann er búinn að setja pólitíkina á annan stað. Það er ómaklegt að segja að við séum að gera þetta á verri hátt. Þau hlógu að okkur við meirihlutaskiptin í haust en nú nýttum við okkur það að þau voru ekki búin að gera neitt í sínum málum í þrjá mánuði," segir Þorbjörg og vísar þar til þess að enginn málefnasamningur hafi legið fyrir hjá fráfarandi meirihluta.Smjörklípa til þess að komast hjá fatakaupamáliAðspurð segir hún rétt það sem fram kemur í Fréttablaðinu að Kjartan Magnússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafi átt frumkvæði að viðræðum við Ólaf F. Magnússon. Enginn hafi mótmælt því. „Hins vegar er það rangt sem Björn Ingi heldur fram í Fréttablaðinu að sjálfstæðismenn hafi boðið honum aftur samstarf. Þetta er smjörklípa hjá honum til þess að komast hjá þessu fatakaupamáli," segir Þorbjörg.Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, hefur lýst því yfir að málefnasamningur nýs meirihluta sé 70 prósent F-listaplagg. Þorbjörg segir hins vegar ekkert í samningnum sem sjálfstæðismenn hafi ekki áður lagt áherslu á ef undan sé skilið flugvallarmálið.„Það er erfiðast fyrir mörg okkar að það næst ekki í gegn. Málið var hins vegar komið í þá stöðu að ekkert yrði gert fyrr en úttekt á öðrum flugvallarkostum lægi fyrir og því sættir fólk sig við þetta," segir Þorbjörg og segir alveg eins hægt að segja að þetta sé 70 prósent D-listaplagg. „Við höfum til að mynda lagt mikla áherslu á Sundabrautina, umhverfismálin og velferð aldraðra í okkar vinnu."Aðspurð segir Þorbjörg verkaskiptingu í hinu nýja samstarfi ekki liggja fyrir en unnið sé að henni. Hún komi svo í ljós á morgun.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira