Innlent

Háskólinn á Akureyri innritar ekki nemendur í tölvunarfræði í ár

Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Akureyri. MYND/HA

Ekki verða innritaðir nemendur á fyrsta ár í tölvunarfræði við skólann í ár, veturinn 2008 til 2009. Verður öllum sex kennurum við tölvunarfræði sagt upp störfum. Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti þetta á fundi sínum í gær.

Einungis fjórir nemendur sóttu um námið að þessu sinni og hefur endurskoðun á skipulagi námsins fyrir þremur árum ekki skilað þeim árangri sem vonast var eftir. Hluta starfsmanna sem sagt var upp verður gefinn kostur á endurráðningu til að ljúka kennslu núverandi nemenda. Framtíð núverandi náms er óviss og ekki er þörf fyrir alla kennara í tölvunarfræði til að ljúka kennslu nemenda næstu tvo vetur

Í tilkynningu frá háskólanum kemur fram að háskólaráð samþykkti einnig að nú þegar verði hafið endurmat á skipulagi og forsendum námsins. Verður unnið að því að breyta tilhögun námsins og bjóða upp á það í formi fjarnáms en það samræmist vel áætlun Háskólans á Akureyri um að efla fjarnám við stofnunina.

Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, „harmar að til þessarar ákvörðunar hafi þurft að koma en Háskólinn hafi verið nauðbeygður til að grípa til þessara aðgerða vegna þess hve fáir nemendur stundi þetta nám," segir jafnframt í tilkynningu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.