Innlent

Viðbygging MS-dagvistar tekin í notkun

Frá byggingu viðbyggingarinnar.
Frá byggingu viðbyggingarinnar. MYND/MS-félagið

MS-félagið á Íslandi opnaði í dag viðbyggingu við dagvist félagsins á Sléttuvegi 5 við formlega athöfn. Með stækkuninni verður öll aðstaða betri til að sinna þeim sem sækja dagvistina og hægt að nýta húsnæðið meira fyrir annað MS fólk sem ekki þarf á dagvist að halda.

Það var Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur sem styrkti félagið um 20 milljónir til að gera stækkunina að veruleika. Þá gáfu Svölurnar lyftubúnað í loftið til að hjálpa fólki upp úr hjólastólum og baðkörum.

Stefnt er að því að bjóða sjúkraþjálfun allan daginn bæði fyrir þá sem eru í dagvistinni og aðra.

Dagvistin verður opin daglega frá 7:30 - 15:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×