Troðfullir pallar í Ráðhúsinu og púað á nýjan meirihluta 24. janúar 2008 12:09 Mikill fjöldi fólks er nú kominn saman niðri í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur er að hefjast og meirihlutaskipti verða í borginni. Komast færri að en vilja á pöllum borgarstjórnarsalarins. Þá stendur fjöldi fólks fyrir utan Ráðhúsið á vegum ungliðahreyfinga fráfarandi meirihluta og hrópar slagorð gegn nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokksins og F-lista sem tekur við völdum í dag. Púað var á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson þegar hann mætti í Ráðhúsið skömmu fyrir hádegi. Hann sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádeginu að honum liði ágætlega í dag en hann væri ekki ánægður með þann óróa sem ríkti í borginni. Sagðist hann skilja vel fólk sem ekki væri sátt við uppákomur síðustu mánaða en, „númer eitt, tvö og þrjú er að koma festu og ró á stjórn borgarinnar," sagði Vilhjálmur og bætti við að nýr meirihluti yrði að láta verkin tala. Þegar fundurinn var að hefjast hrópuðu gestir á pöllum: „Hættið við" og Okkar Reykjavík, okkar Dagur í Reykjavík,". Þegar Ólafur F. Magnússon hugðist taka til máls var púað á hann og hann hvattur til að hætta við. Greip Ólafur til þess ráðs að gera hlé á fundinum. Eftir hávær mótmæli af áhorfendapöllum stróð Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri upp bað fólk að sýna stillingu. „Ég skil vel að margir séu komnir á pallana og mér þykir mjög vænt um það. Það er ekki ykkur að þessi staða er komin upp heldur nýjum meirihluta. Ég bið ykkur að sýna stillingu því ef það er ekki gert verður ykkur vísað úr salnum. Þá verða færri vitni að því að þeir eru ábyrgir gjörða sinna. Sýnið stillingu svo pólitíkin verði ekki aftur ein í afluktu herbergi," sagði Dagur. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira
Mikill fjöldi fólks er nú kominn saman niðri í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem borgarstjórnarfundur er að hefjast og meirihlutaskipti verða í borginni. Komast færri að en vilja á pöllum borgarstjórnarsalarins. Þá stendur fjöldi fólks fyrir utan Ráðhúsið á vegum ungliðahreyfinga fráfarandi meirihluta og hrópar slagorð gegn nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokksins og F-lista sem tekur við völdum í dag. Púað var á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson þegar hann mætti í Ráðhúsið skömmu fyrir hádegi. Hann sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í hádeginu að honum liði ágætlega í dag en hann væri ekki ánægður með þann óróa sem ríkti í borginni. Sagðist hann skilja vel fólk sem ekki væri sátt við uppákomur síðustu mánaða en, „númer eitt, tvö og þrjú er að koma festu og ró á stjórn borgarinnar," sagði Vilhjálmur og bætti við að nýr meirihluti yrði að láta verkin tala. Þegar fundurinn var að hefjast hrópuðu gestir á pöllum: „Hættið við" og Okkar Reykjavík, okkar Dagur í Reykjavík,". Þegar Ólafur F. Magnússon hugðist taka til máls var púað á hann og hann hvattur til að hætta við. Greip Ólafur til þess ráðs að gera hlé á fundinum. Eftir hávær mótmæli af áhorfendapöllum stróð Dagur B. Eggertsson, fráfarandi borgarstjóri upp bað fólk að sýna stillingu. „Ég skil vel að margir séu komnir á pallana og mér þykir mjög vænt um það. Það er ekki ykkur að þessi staða er komin upp heldur nýjum meirihluta. Ég bið ykkur að sýna stillingu því ef það er ekki gert verður ykkur vísað úr salnum. Þá verða færri vitni að því að þeir eru ábyrgir gjörða sinna. Sýnið stillingu svo pólitíkin verði ekki aftur ein í afluktu herbergi," sagði Dagur.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Fleiri fréttir Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið Sjá meira