Innlent

Bjarni Harðarson segir Björn Inga á leið úr flokknum

Bjarni Harðarson einn af þingmönnum Framsóknarflokksins telur að Björn Ingi Hrafnsson sé á leið út úr flokknum.

Þetta kom m.a. fram í viðtali við Bjarna í þættinum Í bítið á Bylgunni fyrr í morgunn. Ýmsar hafa velt vöngum yfir framtíð Björns Inga um helgina og hefur Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra meðal annars boðið hann velkominn til Samfylkingarinnar.

Bjarni Harðarson orðar það sem svo að með brottför Björns Inga sé sá kaleikur senn tekinn af flokknum.

Hægt er að hlusta á Bjarna hér: http://www.bylgjan.is/?PageID=1857

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×