Olía en ekki almannahagur Guðjón Helgason skrifar 16. september 2007 18:45 Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Greenspan, sem er 81 árs, er flokksbróðir George Bush Bandaríkjaforseta. Hann stýrði Seðlabanka Bandaríkjanna við góðan orðstír í 18 ár eða þar til í janúar í fyrra. Æviminningar Greenspans koma út á morgun. Lundúnablaðið Sunday Times segir í dag að í bókinni fullyrði hann að olía hafi verið meginástæða innrásarinnar í Írak 2003 - ekki góðvild í garð Íraka. Vesturveldin hafi viljað tryggja sér ódýra olíu. Saddam Hússein, Íraksforseta, hafi ógnað stöðugleika í Miðausturlöndum og þar með olíubirgðum þar og því hafi orðið að koma honum frá. Bandaríkjamenn og Bretar hafa ætíð vísað þessu á bug. Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, segir Greenspan njóta mikilla virðingar í Bandaríkjunum. Hann sé þekktur fyrir íhaldssemi og því verði hann vart sakaður um að vera andstæðingur ríkjandi sjónarmiða í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar hans geti haft mikla þýðingu fyrir umræðuna í Bandaríkjunum. Jón Ormur segir að þó Bandaríkin séu opið og frjálst þjóðfélag þá sé það þannig með umræðuna þar í landi - sérstaklega orðræðuna um alþjóðamál - að það séu ýmsir hlutir, sem virðist augljósir fyrir þeim sem eitthvað þekki til málanna, sem má ekki segja án þess að mönnum séu gerðar upp sakir - einhvers konar annarlegir pólitískir hagsmunir eða eitthvað slíkt. Það eigi sérstaklega við um Miðausturlönd þar sem tvöföld bannhelgi gildi - annars vegar vegna Ísraels og hins vegar vegna olíuhagsmuna Bandaríkjamanna. Það að Greenspan, sem sé sérstaklega þekktur fyrir varfærni í umræðum, tali svona bendi til þess að umræðan gæti opnast nokkuð á næstunni í Bandaríkjunnum. Erlent Fréttir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Hagur Íraka var aldrei aðal ástæðan fyrir innrásinni í Írak 2003 heldur olía. Þetta segir Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Afgerandi yfirlýsing frá annars orðvörum manni segir íslenskur stjórnmálafræðingur. Greenspan, sem er 81 árs, er flokksbróðir George Bush Bandaríkjaforseta. Hann stýrði Seðlabanka Bandaríkjanna við góðan orðstír í 18 ár eða þar til í janúar í fyrra. Æviminningar Greenspans koma út á morgun. Lundúnablaðið Sunday Times segir í dag að í bókinni fullyrði hann að olía hafi verið meginástæða innrásarinnar í Írak 2003 - ekki góðvild í garð Íraka. Vesturveldin hafi viljað tryggja sér ódýra olíu. Saddam Hússein, Íraksforseta, hafi ógnað stöðugleika í Miðausturlöndum og þar með olíubirgðum þar og því hafi orðið að koma honum frá. Bandaríkjamenn og Bretar hafa ætíð vísað þessu á bug. Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, segir Greenspan njóta mikilla virðingar í Bandaríkjunum. Hann sé þekktur fyrir íhaldssemi og því verði hann vart sakaður um að vera andstæðingur ríkjandi sjónarmiða í Bandaríkjunum. Yfirlýsingar hans geti haft mikla þýðingu fyrir umræðuna í Bandaríkjunum. Jón Ormur segir að þó Bandaríkin séu opið og frjálst þjóðfélag þá sé það þannig með umræðuna þar í landi - sérstaklega orðræðuna um alþjóðamál - að það séu ýmsir hlutir, sem virðist augljósir fyrir þeim sem eitthvað þekki til málanna, sem má ekki segja án þess að mönnum séu gerðar upp sakir - einhvers konar annarlegir pólitískir hagsmunir eða eitthvað slíkt. Það eigi sérstaklega við um Miðausturlönd þar sem tvöföld bannhelgi gildi - annars vegar vegna Ísraels og hins vegar vegna olíuhagsmuna Bandaríkjamanna. Það að Greenspan, sem sé sérstaklega þekktur fyrir varfærni í umræðum, tali svona bendi til þess að umræðan gæti opnast nokkuð á næstunni í Bandaríkjunnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira