Gin- og klaufaveiki greindist ekki að fjórða nautgripabúinu í Surrey á Suður-Englandi líkt og óttast var í gær. Búið stendur fyrir utan varnarsvæði sem markað var í kringum bú þar sem veikin greindist fyrst fyrir rúmri viku. Síðan þá hefur hún greinst á tveimur býlum til viðbótar innan varnarsvæðisins.
Óttast var að hún hefði nú breiðst út á fjórða búið utan svæðisins og því var nýtt varnarsvæði markað í gær. Rannsóknir hafa nú staðfest fullyrðingar bóndans á fjórða býlinu sem fullyrti í gær að gripir sínir væru ekki smitaðir.