Handtekinn eftir heimkomu Guðjón Helgason skrifar 5. desember 2007 12:26 Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum. Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum.
Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira