Ráðherra í breska innanríkisráðuneytinu var í dag sektaður um 100 sterlingspund, rúmar 12000 krónur fyrir að tala í farsíma undir stýri. Hann var einnig látinn greiða rúmar 5000 krónur kostnað og fékk þrjá punkta í ökuskírteinið sitt.
Liam Byrne játaði sekt sína, greiddi sektina umyrðalaust og baðst afsökunar, að sögn talsmanns ráðuneytisins. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Fyrr á þessu ári voru sett ströng lög í Bretlandi um notkun farsíma í akstri.