Gatnakerfið á Akureyri hættulegt 2. mars 2007 20:15 Frá Akureyri. MYND/KK Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. Þórunnarstrætið stendur í brekku og er brattinn einna mestur neðst í götunni. Segir Birgir Þór Bragson einn helsti aksturssérfræðingur landsins að yfirvöld, það er Vegagerðin og Akureyrarbær, beri ábyrgðina á þeim árekstrum sem þarna hafi orðið. Strax verði að gera lagfæringar. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar eru þessi gatnamót einn svartasti bletturinn í umferðinni á Akureyri, það er hér verða hvað flestir árekstrar. Þessar götur tvær, Glerárgata og Þórunnarstrætið voru lagðar árin 1966-68 og er hallinn hér á Þórunnarstrætinu barn síns tíma. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri telur ekki óeðlilegt að mörg slys verði á þeim gatnamótum sem séu hvað fjölförnust. En hann hafnar því að vegagerðin eða bærinn beri hér mesta ábyrgð. Fyrst of fremst sé það á ábyrgð ökumanna að aka eftir aðstæðum. En hér í Kaupvangsstrætinu eða Gilinu eins og það kallast í daglegu tali bæjarbúa er brattinn hvað mestur í umferðinni. Hér er hallinn 10-17% þar sem hann er mestur og akstursaðstæður mjög varasamar. En þrátt fyrir þetta eru slys hér furðu fátíð að sögn lögreglu, enda fara hér flestir varlega eins og í dag þar sem flughált er á götunum. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Brattar brekkur í umferðarkerfinu á Akureyri valda ítrekað slysum. Landsþekktur ökuþór segir opinbera aðila ábyrga fyrir umbótum en lögreglan segir varkárni ökumanna mikilvægasta. Harður árekstur varð í gær á mótum Þórunnarstrætis og Glerárgötu á Akureyri. Slysið er rakið til hálku en þarna geta akstursaðstæður orðið mjög varasamar og betra að fara sér hægt. Þórunnarstrætið stendur í brekku og er brattinn einna mestur neðst í götunni. Segir Birgir Þór Bragson einn helsti aksturssérfræðingur landsins að yfirvöld, það er Vegagerðin og Akureyrarbær, beri ábyrgðina á þeim árekstrum sem þarna hafi orðið. Strax verði að gera lagfæringar. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar eru þessi gatnamót einn svartasti bletturinn í umferðinni á Akureyri, það er hér verða hvað flestir árekstrar. Þessar götur tvær, Glerárgata og Þórunnarstrætið voru lagðar árin 1966-68 og er hallinn hér á Þórunnarstrætinu barn síns tíma. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri telur ekki óeðlilegt að mörg slys verði á þeim gatnamótum sem séu hvað fjölförnust. En hann hafnar því að vegagerðin eða bærinn beri hér mesta ábyrgð. Fyrst of fremst sé það á ábyrgð ökumanna að aka eftir aðstæðum. En hér í Kaupvangsstrætinu eða Gilinu eins og það kallast í daglegu tali bæjarbúa er brattinn hvað mestur í umferðinni. Hér er hallinn 10-17% þar sem hann er mestur og akstursaðstæður mjög varasamar. En þrátt fyrir þetta eru slys hér furðu fátíð að sögn lögreglu, enda fara hér flestir varlega eins og í dag þar sem flughált er á götunum.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira