Fótbolti

Enska landsliðið fær lélega dóma

Ben Foster þótti komast hvað best frá leiknum við Spánverja í gær
Ben Foster þótti komast hvað best frá leiknum við Spánverja í gær NordicPhotos/GettyImages

Enskir fjölmiðlar eru skiljanlega ekki mjög hrifnir af frammistöðu enska landsliðsins í tapinu gegn Spánverjum í gær og í einkunnagjöfum eru það einna helst Jonathan Woodgate og markvörðurinn Ben Foster sem sleppa við öxina.

Sky sjónvarpsstöðin útnefnir Ben Foster markvörð mann leiksins í sínum fyrsta landsleik og splæsir á hann 7 í einkunn fyrir frumraunina. Aðrir leikmenn fá 5 og 6 af 10 mögulegum hjá sérfræðingum sjónvarpsstöðvarinnar.

Götublaðið Sun er á svipaðri línu í sínum dómum, en þar er reyndar miðvörðurinn Jonathan Woodgate kjörinn maður leiksins og er sá eini sem nær því að fá 7 fyrir frammistöðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×