Innlent

Unglingur slasaðist þegar mótorkrosshjól skullu saman

Tveir fjórtán ára drengir lentu í árekstri á mótorkrosshjólum í Vestmannaeyjabæ í dag með þeim afleiðingum að annar þeirra slasaðist á fæti. Töluvert hefur borið á því að unglingar og börn aki réttindalaus um á mótorkross- eða fjórhjólum samkvæmt Umferðarstofu.

Í tilkynningu frá Umferðarstofu kemur fram að annað hjólið sem drengirnir voru á hafi verið óskráð. Umferðarstofa brýnir fyrir foreldrum að allur akstur réttindalausra ökumanna er bannaður nema með sérstökum undanþágum og þá eingöngu á afmörkuðum svæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×