Fjármálaráðherra segir peningastefnuna ekki virka 22. febrúar 2007 15:41 Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Yfirskrift fundarins var evran og landsbyggðin. Skiptar skoðanir voru um hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Edda Rós Karlsdóttir sérfræðingur hjá Landsbankanum sagði vextina hér á landi "hræðilega háa". Viðskiptahallinn væri heimsmet hjá vestrænum ríkjum og breytingar á húsnæðismarkaði og ófyrirséð útgáfa svokallaðra jöklabréfa þýddi að flotgengisstefna og verðbólgumarkmið Seðlabankans hefðu mátt sín lítils. Hún telur þó ekki rétt að taka upp evru. Fjármálaráðherra tók undir með Eddu Rós og sagði að sjálfstæð peningastefna Íslands hafði ekki virkað sem skyldi undanfarið. Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hann teldi að evran væri góð lausn hér á landi, einkum fyrir landsbyggðina. Formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna gerði lítið úr þessu viðhorfi, gagnrýndi sérfræðinginn fyrir gaspur um þessi mál án þess að geta vísað í rannsóknir og taldi hann hafa rýrt orðspor Háskólans. Sérfræðingurinn svaraði skeytum LÍÚ fullum hálsi og sagði alveg ljóst að ofurvextir og jafnvel neikvæður hagvöxtur úti á landi færi ekki saman. Íslenska krónan væri sennilega versti gjaldmiðill sem landsbyggðin gæti kosið sér. Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Árni Mathiesen fjármálaráðherra sagði á fundi um evruna og landsbyggðina á Akureyri í dag að íslensk peningastefna hefði alls ekki virkað sem skyldi undanfarið. Sérfræðingur við Landsbankann segir vexti hér á landi "hræðilega háa". Yfirskrift fundarins var evran og landsbyggðin. Skiptar skoðanir voru um hvort skipta ætti um gjaldmiðil. Edda Rós Karlsdóttir sérfræðingur hjá Landsbankanum sagði vextina hér á landi "hræðilega háa". Viðskiptahallinn væri heimsmet hjá vestrænum ríkjum og breytingar á húsnæðismarkaði og ófyrirséð útgáfa svokallaðra jöklabréfa þýddi að flotgengisstefna og verðbólgumarkmið Seðlabankans hefðu mátt sín lítils. Hún telur þó ekki rétt að taka upp evru. Fjármálaráðherra tók undir með Eddu Rós og sagði að sjálfstæð peningastefna Íslands hafði ekki virkað sem skyldi undanfarið. Jón Þorvaldur Heiðarsson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri sagði í fréttum Stöðvar 2 á dögunum að hann teldi að evran væri góð lausn hér á landi, einkum fyrir landsbyggðina. Formaður Landssambands íslenskra útgerðarmanna gerði lítið úr þessu viðhorfi, gagnrýndi sérfræðinginn fyrir gaspur um þessi mál án þess að geta vísað í rannsóknir og taldi hann hafa rýrt orðspor Háskólans. Sérfræðingurinn svaraði skeytum LÍÚ fullum hálsi og sagði alveg ljóst að ofurvextir og jafnvel neikvæður hagvöxtur úti á landi færi ekki saman. Íslenska krónan væri sennilega versti gjaldmiðill sem landsbyggðin gæti kosið sér.
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira