Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hún fagnar yfirlýsingu borgarstjórans í Reykjavík og ályktun borgarstjórnar. Þar segir að ráðstefna framleiðenda klámefnis í borginni sé í mikilli óþökk borgaryfirvalda. Skýlaus stefna Reykjavíkurborgar sé að vinna gegn klámvæðingu og vændi.
