Tífaldur munur á stærstu forlögunum Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 24. september 2007 18:45 Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Miklar sviptingar hafa verið í útgáfuheimi landsins síðustu vikur. Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddunnar og áður en við var snúið hafði JPV keypt Mál og menningu. Þá er Baugur kominn í bókaútgáfu, eða réttara sagt Hjálmur, sem stofnaði Skugga í sumar þar sem Illugi Jökulsson ræður ríkjum. En hverju breyta þessar nýjustu sviptingar á útgáfusenu landsins? Talið er að bókamarkaðurinn velti um þremur til þremur og hálfum milljarði króna á ári. Ef einungis er litið á samkeppnisbókamarkaðinn, og námsbækurnar ekki taldar með, þá var Eddan í fyrra langstærsta bókaútgáfa landsins með um einn komma fjóra milljarða króna í veltu, en útgáfuhlutinn var um 8-900 milljónir króna. JPV var næststærst, nærri hálfdrættingur á við Edduna með um 400 milljónir í veltu. Þriðja stærsta útgáfan Bjartur velti þá um 100 milljónum. Kippa af minni forlögum áttu síðan smásneið af markaðnum. Þótt Eddan hafi trónað yfir samkeppnisaðila sína í fyrra - þá er það ekkert í samanburði við það hvernig nýja útgáfan Forlagið - sem verður formlega til um næstu mánaðamót - mun gnæfa yfir aðra. Líkleg velta þess fyrirtækis er um 1,4 milljarðar á meðan næststærsta forlagið, sameinað forlag Bjarts og Veraldar, áætlar uppundir 140 milljóna króna veltu. Munurinn er tífaldur. Formaður Félags bókaútgefenda líst ekki illa á þessa nýju stöðu. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, óttast ekki að útgáfurisi drepi minni forlögin. Risinn sitji við sama borð gagnvart smásalanum. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira
Forlagið - sem verður til þegar Mál og menning og JPV sameinast - verður að minnsta kosti tífalt stærra en næst stærsta bókaútgáfa landsins. Miklar sviptingar hafa verið í útgáfuheimi landsins síðustu vikur. Mál og menning keypti útgáfuhluta Eddunnar og áður en við var snúið hafði JPV keypt Mál og menningu. Þá er Baugur kominn í bókaútgáfu, eða réttara sagt Hjálmur, sem stofnaði Skugga í sumar þar sem Illugi Jökulsson ræður ríkjum. En hverju breyta þessar nýjustu sviptingar á útgáfusenu landsins? Talið er að bókamarkaðurinn velti um þremur til þremur og hálfum milljarði króna á ári. Ef einungis er litið á samkeppnisbókamarkaðinn, og námsbækurnar ekki taldar með, þá var Eddan í fyrra langstærsta bókaútgáfa landsins með um einn komma fjóra milljarða króna í veltu, en útgáfuhlutinn var um 8-900 milljónir króna. JPV var næststærst, nærri hálfdrættingur á við Edduna með um 400 milljónir í veltu. Þriðja stærsta útgáfan Bjartur velti þá um 100 milljónum. Kippa af minni forlögum áttu síðan smásneið af markaðnum. Þótt Eddan hafi trónað yfir samkeppnisaðila sína í fyrra - þá er það ekkert í samanburði við það hvernig nýja útgáfan Forlagið - sem verður formlega til um næstu mánaðamót - mun gnæfa yfir aðra. Líkleg velta þess fyrirtækis er um 1,4 milljarðar á meðan næststærsta forlagið, sameinað forlag Bjarts og Veraldar, áætlar uppundir 140 milljóna króna veltu. Munurinn er tífaldur. Formaður Félags bókaútgefenda líst ekki illa á þessa nýju stöðu. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, óttast ekki að útgáfurisi drepi minni forlögin. Risinn sitji við sama borð gagnvart smásalanum.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Sjá meira