Íslenski boltinn

FH mætir Bate í Kaplakrika í kvöld

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Mynd/Daníel R.

Íslandsmeistarar FH leika fyrri leik sinn í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. FH-ingar mæta Bate Borisov frá Hvíta-Rússlandi og hefst leikurinn kl. 19:00 á Kaplakrikavelli.

FH sigraði HB frá Færeyjum í 1. umferðinni 4-1 samanlagt þar sem öll mörkin voru skoruð í Kaplakrika. Hvít-Rússarnir sigruðu Apoel frá Kýpur í 1. umferðinni 3-2 samanlagt eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-0 á útivelli.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×