Fótbolti

Vörnin hjá Munchen í ólagi

Real Madrid vs Bayern í Meistaradeildinni
Real Madrid vs Bayern í Meistaradeildinni MYND/AP

Bayern Munchen, sem er tólf stigum á eftir Schalke í kapphlaupinu um þýska meistaratitilinn, gæti átt erfitt með að manna vörn sína fyrir leik helgarinnar þar sem þeir mæta Wolfsburg. Tveir leikmenn eru í leikbanni þeir Willy Sagniol og Martin Demichelis, Valerien Ismael er meiddur og Daniel van Buyten er ekki talinn geta leikið vegna meiðsla.



Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bæjara á því úr vöndu að ráða en honum hefur gengið sem skildi eftir að hann tók við liðinu ekki alls fyrir löngu. Liðið er nú í fjórða sæti á tólf stigum á eftir Schalke, en Stuttgart er í öðru sæti og Werder Bremen í því þriðja. Bayern hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni undir stjórn Hitzfeld en um síðustu helgi tapaði liðið 1-0 á móti Aacen sem er í botnbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×