Áhrifa kaupstefnunnar í Frankfurt gætir langt út fyrir bókmenntirnar Björn Gíslason skrifar 11. september 2007 11:09 Egill Örn Jóhannsson segir það hafa gríðarlega þýðingu að vera valin gestaþjóð á bókamessunni í Frankfurt. MYND/Stefán Verði Íslendingar fyrir valinu sem gestaþjóð á bókakaupstefnunni í Frankfurt árið 2011 mun áhrifanna hér á landi gæta langt út fyrir bókmenntirnar, segir framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Hann telur Íslendinga eiga góða möguleika á að hreppa hnossið en þeir etja kappi við Finna um sætið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá því á setningu Bókmenntahátíðar um helgina að ríkisstjórnin hefði ákveðið að þiggja boð bókakaupstefnunnar í Frankfurt um að keppa að því að verða gestaþjóð á kaupstefnunni 2011. Bókamessan eins og hún er kölluð er ein sú stærsta í heimi og fer fram á hverju ári í október.Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu, segir það hafa gríðarlega þýðingu fyrir alla útgáfu á Íslandi ef Íslendingar verði fyrir valinu sem gestaþjóð árið 2011. „Ísland fær gríðarlega athygli í Þýskalandi allt frá því að messunni lýkur árið áður og þar til messunni lýkur 2011. Þetta þýða fleiri klukkustundir af umfjöllun í þýsku sjónvarpi, fjölmargar blaða- og tímaritsgreinar og þá verður áhersla á Ísland í öllum bókabúðum Þýskalands," segir Egill. Hann bendir enn fremur á að um 400 þúsund manns hvaðanæva úr heiminum sæki messuna þannig að kynningin á íslenskum bókmenntum muni ekki einskorðast við Þýskaland.Hefur án efa áhrif á ferðaþjónustuEgill segir að gestaþjóðin fái sess á aðaltorgi sýningarsvæðisins og þar sé ekki aðeins kynning á íslenskum bókmenntum heldur Íslandi í heild. „Áhrifanna gætir því langt út fyrir bókmenntirnar og þetta mun án efa hafa áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, segir Egill. Hann segir Þjóðverja hafa gríðarlega reynslu af því að hafa gestaþjóð á kaupstefnunni og forsvarsmenn hennar hafi lagt fram talnagögn sem sýni hvaða áhrif það hafi fyrir þjóðir að vera gestaþjóðir á kaupstefnunni.Hvað íslenska útgefendur snertir segir Egill að valið muni gera þeim kleift að koma íslenskum höfundum enn betur á framfæri á alþjóðavettvangi og væntanlega verði mikið að gera í sölu útgáfuréttinda hjá íslenskum útgefendum árin fyrir og eftir messuna. Egill hefur sótt messuna og segir að mikil barátta sé um að koma verkum á framfæri. Mikill áhugi hafi þó verið á Íslandi undanfarin ár og íslenskir höfundar hafi átt velgengni að fagna í Evrópu miðað hversu lítil þjóðin er. Það sé grunnur sem hægt sé að byggja á.Markaðsstjóri messunnar hvatti Íslendinga til að sækja umFinnar sækja það stíft að verða gestaþjóð bókamessunnar 2011 líkt og Íslendingar og að sögn Egils hafa þeir þegar sent inn umsókn vegna málsins. Íslendingar sendi væntanlega inn umsókn innan fárra daga og í framhaldinu hefjist viðræður við forsvarsmenn kaupstefnunnar. Egill segir að ákveðnar viðræður hafi verið í gangi. Markaðsstjóri messunnar hafi á ferðinni hér á landi nýverið og hvatt Íslendinga til þess að sækja um að vera gestaþjóð. Það hljóti að þýða að Þjóðverjarnir hafi áhuga á að gera Ísland að gestaþjóð messunnar.Að sögn Steingríms Sigurgeirssonar, aðstoðarmanns menntamálaráðherra, má búast við því að það liggi fyrir eftir einn til tvo mánuði hvort Íslendingar hreppi hnossið. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Verði Íslendingar fyrir valinu sem gestaþjóð á bókakaupstefnunni í Frankfurt árið 2011 mun áhrifanna hér á landi gæta langt út fyrir bókmenntirnar, segir framkvæmdastjóri JPV útgáfu. Hann telur Íslendinga eiga góða möguleika á að hreppa hnossið en þeir etja kappi við Finna um sætið.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá því á setningu Bókmenntahátíðar um helgina að ríkisstjórnin hefði ákveðið að þiggja boð bókakaupstefnunnar í Frankfurt um að keppa að því að verða gestaþjóð á kaupstefnunni 2011. Bókamessan eins og hún er kölluð er ein sú stærsta í heimi og fer fram á hverju ári í október.Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfu, segir það hafa gríðarlega þýðingu fyrir alla útgáfu á Íslandi ef Íslendingar verði fyrir valinu sem gestaþjóð árið 2011. „Ísland fær gríðarlega athygli í Þýskalandi allt frá því að messunni lýkur árið áður og þar til messunni lýkur 2011. Þetta þýða fleiri klukkustundir af umfjöllun í þýsku sjónvarpi, fjölmargar blaða- og tímaritsgreinar og þá verður áhersla á Ísland í öllum bókabúðum Þýskalands," segir Egill. Hann bendir enn fremur á að um 400 þúsund manns hvaðanæva úr heiminum sæki messuna þannig að kynningin á íslenskum bókmenntum muni ekki einskorðast við Þýskaland.Hefur án efa áhrif á ferðaþjónustuEgill segir að gestaþjóðin fái sess á aðaltorgi sýningarsvæðisins og þar sé ekki aðeins kynning á íslenskum bókmenntum heldur Íslandi í heild. „Áhrifanna gætir því langt út fyrir bókmenntirnar og þetta mun án efa hafa áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi, segir Egill. Hann segir Þjóðverja hafa gríðarlega reynslu af því að hafa gestaþjóð á kaupstefnunni og forsvarsmenn hennar hafi lagt fram talnagögn sem sýni hvaða áhrif það hafi fyrir þjóðir að vera gestaþjóðir á kaupstefnunni.Hvað íslenska útgefendur snertir segir Egill að valið muni gera þeim kleift að koma íslenskum höfundum enn betur á framfæri á alþjóðavettvangi og væntanlega verði mikið að gera í sölu útgáfuréttinda hjá íslenskum útgefendum árin fyrir og eftir messuna. Egill hefur sótt messuna og segir að mikil barátta sé um að koma verkum á framfæri. Mikill áhugi hafi þó verið á Íslandi undanfarin ár og íslenskir höfundar hafi átt velgengni að fagna í Evrópu miðað hversu lítil þjóðin er. Það sé grunnur sem hægt sé að byggja á.Markaðsstjóri messunnar hvatti Íslendinga til að sækja umFinnar sækja það stíft að verða gestaþjóð bókamessunnar 2011 líkt og Íslendingar og að sögn Egils hafa þeir þegar sent inn umsókn vegna málsins. Íslendingar sendi væntanlega inn umsókn innan fárra daga og í framhaldinu hefjist viðræður við forsvarsmenn kaupstefnunnar. Egill segir að ákveðnar viðræður hafi verið í gangi. Markaðsstjóri messunnar hafi á ferðinni hér á landi nýverið og hvatt Íslendinga til þess að sækja um að vera gestaþjóð. Það hljóti að þýða að Þjóðverjarnir hafi áhuga á að gera Ísland að gestaþjóð messunnar.Að sögn Steingríms Sigurgeirssonar, aðstoðarmanns menntamálaráðherra, má búast við því að það liggi fyrir eftir einn til tvo mánuði hvort Íslendingar hreppi hnossið.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira