Karlar fá margfalt hærra verðlaunafé en konur á Skákþingi Íslands, sem nú stendur yfir.
Í svokölluðum landsliðsflokki keppa bara karlar og eru fyrstu verðlaun 200 þúsund krónur, en fyrstu verðlaun í A-flokki kvenna er 50 þúsund krónur. Það eru tíu þúsund krónum lægri verðlaun en sá karl sem lendir í fjórða sæti fær., en hann fær 60 þúsund fyrir að lenda í fjórða sæti í sínum flokki.