Fótbolti

Stór Keflavíkursigur á Spáni

Þórarinn við æfingar með Keflavík á Spáni fyrir síðustu leiktíð.
Þórarinn við æfingar með Keflavík á Spáni fyrir síðustu leiktíð. Mynd: Jón Örvar Arason

Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu dvelja nú á Spáni við æfingar og í gærkvöldi mættu þeir Isla Cristina í æfingaleik sem Keflavík rótburstaði 6-0. Þórarinn Brynjar Kristjánsson gerði tvö mörk í leiknum fyrir Keflavík.

Þeir Guðmundur Steinarsson, Baldur Sigurðsson, Hilmar Arnarsson og Stefán Örn Arnarsson gerðu eitt mark hver. Framundan hjá Keflavík eru nokkrir æfingaleikir til viðbótar og verður nánar greint frá þeim síðar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×