Innlent

Kannar ástæður þess að lögreglumenn hafa sagt upp

MYND/E.Ól

Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að gera ítarlega athugun á ástæðum þess að lögreglumenn hafa sagt upp á undanförnum fimm árum en eins og fram hefur komið hefur verið skortur á faglærðum lögreglumönnum að undanförnu.

Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að 832 lögreglumenn séu nú starfandi í landinu og að þeim hafi fjölgað um 29 á síðustu fimm árum. Af þessum 832 eru 45 nemar, 38 afleysingamenn og 77 héraðslögreglumenn.

Ríkislögreglustjóri tók saman tölurnar að ósk Björns Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra en þar kemur einnig af þeim 39 lögreglumönnum sem hætt hafa á þessu ári hafi nítján horfið til annarra starfa eða gefa ekki upp ástæður, hinir hafa hætt sökum aldurs, náms eða veikinda.

Bent er á í tilkynningu ráðuneytisins að vegna aðgerða dóms- og kirkjumálaráðherra hafi nemendum við Lögregluskóla ríkisins verið fjölgað og eru þeir nú 82 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×