Erlent

Sonur Bhutto tekur við

Nítján ára gamall sonur Benazir Bhutto mun taka sæti hennar sem formaður Þjóðarflokksins í Pakistan. Sonurinn, sem heitir Bilawal Zardari, er sagnfræðinemi við Kristskirkjuháskólann í Oxford.

Breska blaðið Guardian hefur það eftir öruggri heimild að hlutverk piltsins verði fyrst og fremst táknrænt til að byrja með en raunveruleg stjórn flokksins verði í höndum eiginmanns Bhutto og nánustu samverkamanna hennar.

Búist er við því að sonur Bhutto lesi erfðaskrá hennar í dag. Þá verða æðstu yfirmenn flokksins að ákveða hvort flokkurinn eigi að taka þátt í kosningum sem ráðgert er að halda í byrjun næsta árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×