Enski boltinn

Keane bætist í hópinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum leikmaður Manchester United.
Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland og fyrrum leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Roy Keane hefur í bæst hóp þeirra sem styðja kröfu Sol Campbell um að enska knattspyrnumálið taki á munnsöfnuði áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Campbell hefur ítrekað orðið fyrir barðinu á áhorfendum, nú síðast í leik gegn Tottenham, hans gamla félagi.

Í kjölfarið hringdi hann sjálfur í fréttastofu BBC og vakti athygli á málinu.

„Ég er sammála honum, ég tel að ástandið sé slæmt og verði aðeins verra," sagði Keane. „En að sama skapi telja áhorfendur að leikmenn og knattspyrnustjórar verða að taka þessu sem hluta af því að vera í sviðsljósinu og fá vel borgað fyrir sín störf."

Hann segir þó að það sé erfitt fyrir yfirvöld að takast á við þetta vandamál. „Stundum fer þetta yfir strikið hjá áhorfendum. En hvað er hægt að gera? Vísa 40-50 þúsund áhorfendum af vellinum?"


Tengdar fréttir

Wenger: Látið Ash og Sol í friði

Arsene Wenger hefur tekið undir með áskorun Sol Campbell að enska knattspyrnusambandið geri eitthvað í munnsöfnuði áhorfenda á knattspyrnuleikjum.

Keane er ósammála Campbell

Robbie Keane, fyrirliði Tottenham, er ekki sammála fullyrðingum varnarmannsins Sol Campbell um að munnsöfnuður áhorfenda í ensku úrvalsdeildinni sé genginn fram úr hófi.

Redknapp tekur undir með Campbell

Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, hefur tekið undir með Sol Campbell, leikmanni liðsins, sem á dögunum sagði að munnsöfnuður áhorfenda knattspyrnuleikja væri fyrir neðan allar hellur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×