Fótbolti

Van Basten ætlar að hætta með Holland á næsta ári

Elvar Geir Magnússon skrifar
Marco van Basten.
Marco van Basten.

Marco van Basten ætlar að hætta sem þjálfari hollenska landsliðsins eftir Evrópumót landsliða næsta sumar. Hann tók við liðinu árið 2004 og liðið tapaði ekki leik undir hans stjórn í undankeppni fyrir HM 2006.

Holland féll hinsvegar úr leik í sextán liða úrslitum á HM í fyrra þegar það tapaði fyrir Portúgal. Holland verður í riðli með Ítalíu, Frakklandi og Rúmeníu á Evrópumótinu næsta sumar en mótið fer fram í Austurríki og Sviss.

Van Basten segist alls óvíst hvað hann muni taka sér fyrir hendur eftir að hann hættir sem þjálfari hollenska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×