Líkfundarmaður var ólöglegur í landinu í þrjá mánuði Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. nóvember 2007 14:32 Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill. Líkfundarmálið Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Tomas Malakauskas gæti átt von á allt að hálfs árs fangelsi fyrir að koma hingað til lands þrátt fyrir að vera í endurkomubanni vegna líkfundarmálsins svokallaða. Aðalmeðferð í máli hans fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Auk þess að vera ákærður fyrir brot á útlendingalögum er Tomas ákærður fyrir vörslu á 26 grömmum af amfetamíni. Í líkfundarmálinu var Tomas dæmdur, ásamt tveimur öðrum, fyrir að fela lík með 400 grömmum af fíkniefnum innvortis í höfninni á Neskaupsstað árið 2004. Tilkynnt ákvörðun Útlendingastofnunar á Litla Hrauni Þegar Tomas var látinn laus úr fangelsi á haustmánuðum í fyrra ákvað Útlendingastofnun að hann skyldi fara úr landi og mætti ekki koma aftur næstu tíu árin. Lögregluþjónar birtu honum ákvörðunina á Litla-Hrauni. Hann neitaði að rita undir birtingu hennar vegna þess að skjalið var ekki á hans móðurmáli. Hann hafi því ekki skilið það sem á því stóð. Hann bar jafnframt fyrir dómi að sér hafi verið neitað um túlkaþjónustu og að hafa lögfræðing viðstaddan þegar ákvörðun Útlendingastofnunar var kynnt. Lögregluþjónarnir, sem kynntu Tomas ákvörðun Útlendingastofnunar, báru vitni við aðalmeðferð málsins í dag. Þeir sögðu að hann hefði skilið í hverju ákvörðun Útlendingastofnunar fólst en verið ósáttur við að fá ekki að koma aftur til Íslands. Hann hefði lýst því yfir við fangaverði og starfsmenn Fangelsismálastofnunar að hann færi hvorki með góðu né illu. Lögreglumennirnir sögðu að Tomas hefði talað ensku og íslensku í bland og sagt að hann skildi bæði tungumálin. Þeir sögðu að honum hafi verið boðinn túlkur en afþakkað það. Þessu neitar Tómas. Breytti nafni sínu vegna fjölmiðlaumfjöllunar Tomas kom hingað til lands á nafni eiginkonu sinnar fyrir þremur mánuðum. Hann segist hafa breytt eftirnafni sínu vegna mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við líkfundarmálið. Þá hafi hann viljað skipta um nafn þegar ljóst varð að hann ætti von á syni. Tomas neitaði að hafa breytt nafni sínu til að hafa átt auðveldara með að komast til Íslands í óleyfi. Hann sagðist jafnframt hafa komið hingað til lands á vegabréfi sem var gefið út af yfirvöldum í Litháen en hann hafi ekki verið beðinn um að framvísa því í Keflavík. Gæti fengið sex mánaða fangelsi Við broti Tomasar gegn útlendingalögunum liggur allt að sex mánaða fangelsi. Einnig liggur fangelsisdómur við fíkniefnabrotinu. Saksóknari segir augljóst að um ásetningsbrot hafi verið að ræða og einbeittan brotavilja. Hann fer því fram á óskilorðsbundinn dóm. Þá krefst saksóknari þess jafnframt að Tomas klári að afplána eldri dóm en hann átti eftir að afplána 14 mánaða fangelsi vegna líkfundarmálsins þegar hann var handtekinn núna í nóvember. Lögmaður Tomasar krefst hins vegar sýknu. Þá kröfu byggir hann á því að ekki hafi verið færðar sönnur á að ákærði hafi vitað af því að hann hafi verið í endurkomubanni. Honum hafi ekki verið birtur úrskurður Útlendingastofnunar á móðurmáli eða enskri þýðingu. Því hafi vafi leikið á því hvort hann hafi skilið úrskurðinn. Til vara krefst lögmaður Tomasar þess að hann verði dæmdur til lægstu mögulegu refsingar sem er fésekt. Þá krefst hann lægstu mögulegu refsingar vegna fíkniefnabrotsins. Ekki liggi fyrir nein greining á efninu og því ekki færðar sönnur á að styrkleiki þess hafi verið mikill.
Líkfundarmálið Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Árásarmaðurinn keyrði um tuttugu húsaraðir eftir stígnum Erlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira