Innlent

Skjálftahrina í grennd við Hveravelli

Frá Hveravöllum.
Frá Hveravöllum.

Þónokkur skjálftavirkni hefur verið norðvestur af Hveravöllum síðustu klukkutíma. Sex skjálftar hafa riðið yfir og var sá stærsti 4,4 á Richter kvarðanum en sá minnsti mældist 2,3 á Richter. Búast má við eftirskjálftum.

Stóri skjálftinn reið yfir klukkan 15.31 og fannst hann í Húnavatnssýslum, á Blönduósi og á Akureyri. Að sögn jarðskjálftafræðings á Veðurstofu Íslands eru eftirskjálftar ekki margir enn sem komið er þó búast megi við þeim.

Svæðið er ekki óþekkt skjálftasvæði og er á svokölluðu Langjökulsbelti. Aðspurður hvort skjálftarnir í dag tengist með einhverjum hætti skjálftunum á Suðurlandi í síðustu viku segir sérfræðingurinn erfitt að meta það. Engar eldhræringar séu á svæðinu þó nokkur ókyrrð hafi verið þarna undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×