Offitufaraldur þjóðarinnar kostar tvo milljarða á ári 26. nóvember 2007 06:00 Tinna Laufey hefur áhyggjur af holdarfari íslensku þjóðarinnar. Offitufaraldur geisar á Íslandi og er þróunin einna verst hjá börnum og unglingum. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, umsjónarmaður meistaranáms í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta geti leitt til þess að útgjöld heilbrigðiskerfisins aukist um hátt í tvo milljarða króna á ári miðað við að meðalþyngd Íslendinga aukist um eitt stig líkamsþyngdarstuðulsins BMI. Tinna Laufey telur að þyngdaraukningin hafi verið mjög hröð síðasta einn og hálfan áratug og hröðust sé hún hjá börnum. „Ef maður yfirfærir erlendar niðurstöður má leiða að því líkur að heilbrigðis- og lyfjakostnaður nemi hátt í tveimur milljörðum króna á ári. Ef við þyngjumst um tvö stig verður viðbótarkostnaðurinn nærri þremur eða fjórum milljörðum." Tinna Laufey hefur unnið hagfræðilega greiningu á holdafari Íslendinga og bendir í nýrri bók sinni, Holdafar, á að tækniþróun undanfarinna áratuga, til dæmis í matvælaiðnaði, hafi leitt til þess að framboð á fæðu hafi aukist, verðið lækkað og aðgengið að ódýrri skyndimatvöru vaxið verulega. Tímasparnaður og verðlækkun komi fram í ofþyngd því að dagleg störf krefjist minni hreyfingar en áður. Þetta komi sér sérstaklega illa fyrir börn og fólk sem eigi við sjálfstjórnarvanda að stríða. „Neyslumynstur nútímamannsins hefur fetað slóð sem verður að teljast varasöm út frá heilsufarslegum sjónarmiðum." Hún telur að inngrip geti verið mjög vandasöm. Þess vegna sé mikilvægt að velja úrræði sem mestum árangri skili miðað við fórnarkostnað. Ef gripið verði inn í leggi hún meðal annars til að börnum og unglingum verði auðveldað aðgengi að hollum mat og aðstöðu til hreyfingar á skólatíma. Þá verði takmarkanir settar á markaðssetningu hitaeiningaríkrar fæðu. Ákveðnar matvörur, til dæmis gosdrykkir sem innihalda viðbættan sykur, verði skattlagðar í samræmi við almenna skattheimtu í landinu. Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Offitufaraldur geisar á Íslandi og er þróunin einna verst hjá börnum og unglingum. Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, umsjónarmaður meistaranáms í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands, segir að þetta geti leitt til þess að útgjöld heilbrigðiskerfisins aukist um hátt í tvo milljarða króna á ári miðað við að meðalþyngd Íslendinga aukist um eitt stig líkamsþyngdarstuðulsins BMI. Tinna Laufey telur að þyngdaraukningin hafi verið mjög hröð síðasta einn og hálfan áratug og hröðust sé hún hjá börnum. „Ef maður yfirfærir erlendar niðurstöður má leiða að því líkur að heilbrigðis- og lyfjakostnaður nemi hátt í tveimur milljörðum króna á ári. Ef við þyngjumst um tvö stig verður viðbótarkostnaðurinn nærri þremur eða fjórum milljörðum." Tinna Laufey hefur unnið hagfræðilega greiningu á holdafari Íslendinga og bendir í nýrri bók sinni, Holdafar, á að tækniþróun undanfarinna áratuga, til dæmis í matvælaiðnaði, hafi leitt til þess að framboð á fæðu hafi aukist, verðið lækkað og aðgengið að ódýrri skyndimatvöru vaxið verulega. Tímasparnaður og verðlækkun komi fram í ofþyngd því að dagleg störf krefjist minni hreyfingar en áður. Þetta komi sér sérstaklega illa fyrir börn og fólk sem eigi við sjálfstjórnarvanda að stríða. „Neyslumynstur nútímamannsins hefur fetað slóð sem verður að teljast varasöm út frá heilsufarslegum sjónarmiðum." Hún telur að inngrip geti verið mjög vandasöm. Þess vegna sé mikilvægt að velja úrræði sem mestum árangri skili miðað við fórnarkostnað. Ef gripið verði inn í leggi hún meðal annars til að börnum og unglingum verði auðveldað aðgengi að hollum mat og aðstöðu til hreyfingar á skólatíma. Þá verði takmarkanir settar á markaðssetningu hitaeiningaríkrar fæðu. Ákveðnar matvörur, til dæmis gosdrykkir sem innihalda viðbættan sykur, verði skattlagðar í samræmi við almenna skattheimtu í landinu.
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira