Innlent

Átak gegn símtölum án handfrjáls búnaðar

MYND/Getty Images

Lögreglan á Suðurnesjum tók 11 ökumenn í dag fyrir að tala í farsíma undir stýri án handfrjáls búnaðar. Þeir voru kærðir fyrir að tala þannig í síma við akstur og höfðu sumir að auki ekki bílbelti spennt. Að sögn lögreglunnar á fólk oftast búnaðinn, en notar hann ekki.

Lögreglan á Suðurnesjum er með nokkurs konar átak í þessum málum um þessar mundir. Auk þess er átak á öðrum sviðum umferðareftirlits, eins og á götum þar sem hámarkshraði er 30 km, sérstaklega við skóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×