Innlent

Átök sjálfstæðismanna gætu kostað REI milljarðatugi

Valdarán sexmenninganna í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðismanna gæti kostað REI milljarðatugi, segir Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, blæs á gagnrýni ráðherra um kúvendingu í afstöðu sinni til REI.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi sjálfstæðismanna, sagði í fréttum RÚV í gærkvöldi að menn ættu að vera opnir fyrir því að REI eignaðist hlut í öðrum félögum eða gangi til samstarfs við önnur félög.

Framsóknarmaðurinn sem sprengdi meirihlutann, Björn Ingi Hrafnsson, hváir á bloggi sínu yfir þessum orðum og kveðst ekki í langan tíma hafa séð; „jafn svakalegan viðsnúning í málflutningi eins stjórnmálamanns."

Iðnaðarráðherra segir viðsnúning Júlíusar koma of seint fyrir REI, því: harðvítugustu innanflokksátök seinni ára í Sjálfstæðisflokknum hafi því miður nánast ónýtt vörumerkið REI. Hann telur að skemmdarverk sexmenningana megi líklega; „meta á milljarðatugi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×