Erlent

Sádi-Arabar taka þátt í friðarráðstefnu

Saud al-Faisal prins og utanríkisráðherra Sádi-Arabíu.
Saud al-Faisal prins og utanríkisráðherra Sádi-Arabíu. MYND/AFP

Sádi-Arabar segjast munu taka þátt í friðarráðstefnu Miðausturlanda sem fram fer í Annapolis í Bandaríkjunum í næstu viku. Saud al-Faisal prins og utanríkisráðherra Sádi-Arabíu sagði að hann myndi fara á ráðstefnuna í Maryland, en að það yrðu engar „leiksýningar" með ísraelskum embættismönnum.

Al-Faisal var á fundi Arabababandalagsins í Cairo í Egyptalandi. Bandalagið mun einnig taka þátt í ráðstefnunni. Sýrland hefur ekki tilkynnt þátttöku en Bandaríkjamenn hafa óskað eftir góðri þátttöku arabaríkja til að efla friðarfundinn. Egyptar og Jórdanar hafa þegar tilkynnt komu sína.

Saud prins staðfesti einnig að hann myndi mæta, en viðurkenndi að nokkur mótstaða hefði verið í Sádi-Arabíu við þáttökuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×