Fótbolti

Ísland fellur um 10 sæti

Íslenska liðið fellur um 10 sæti á FiFA listanum
Íslenska liðið fellur um 10 sæti á FiFA listanum Mynd/Martin Sylvest

Íslenska landsliðið hefur fallið um 10 sæti á styrkleikalista Alþjóða Knattspyrnusambandsins sem birtur var í morgun.

Íslenska liðið fellur úr 79. sæti niður í það 89. og er þetta þriðja mesta fall liðs á topp 100. á listanum á þeim mánuði sem hefur liðið síðan listinn var birtur síðast.

Tap Argentínu í undankeppni HM á dögunum gerir það að verkum að Ítalar og Brasilíumenn hafa minnkað muninn á þá á toppi listans. Spánverjar eru í fjórða sætinu og fóru upp um tvö sæti og tékkar fóru upp um þrjú sæti og eru í sjötta sætinu.

Hástökkvararnir að þessu sinni eru Ísraelar sem fóru upp um 12 sæti í það 16. í kjölfar góðs gengis í undankeppni EM og Búlgaría fer upp um 16 sæti í það 18. Makedónar fóru upp um 16 sæti, Hvíta-Rússland upp um 34 sæti og Litháar upp um 29 sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×