Við upphaf borgarráðsfundar í dag er borgarráð Reykjavíkur eingöngu skipað konum.
Það er gert til að minnast þess að fyrir 100 árum, þann 22. nóvember árið 1907, voru samþykkt lög á Alþingi sem brutu blað í jafnréttisbaráttu kvenna: Þá fengu giftar konur kjósenda í Reykjavík og Hafnarfirði kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjórna.
Sú lagasetning varð til þess að fyrstu konur buðu sig fram og náðu kjöri í bæjarstjórn Reykjavíkur 24. janúar árið 1908.