Gæti hagnast um milljarða á fasteignakaupum á Vellinum 20. nóvember 2007 19:30 Fyrirtæki í eigu bróður fjármálaráðherra gæti hagnast um milljarða á umdeildum fasteignakaupum á Keflavíkurflugvelli. Markaðsvirði eignanna er meira en tvöfalt hærra en fyrirtækið Háskólavellir greiddi fyrir þær í október. Hæstaréttarlögmaður í stjórnarandstöðu segir lög hafa verið brotin með sölunni. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var stofnað til að fara með umsýslu eigna ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Í október síðast liðnum seldi félagið um 80% eigna sinna til Háskólavalla ehf. Fyrir eignirnar borgaði Háskólavellir 14 milljarða króna. Markaðsvirði eignanna miðað við fermetraverð í Reykjanesbæ er hins vegar 29 og hálfur milljarður. Háskólavellir eru skuldbundnir til að eiga eignirnar til ársins 2011 en þá má fyrirtækið selja þær á frjálsum markaði. Að Háskólavöllum standa fimm fyrirtæki, Glitnir, Fasteignafélagið Þrek, Sparisjóður Keflavíkur, Klasi hf og Teigur hf. Klasi hf er í eigu Þorgils Óttars Matthiesen en hann er sem kunnugt er bróðir Árna Matthiesen, fjármálaráðherra. Þá vekur athygli að stjórnarformaður Þróunarfélagsins er Árni Sigfússon en hann situr í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ásamt Böðvari Jónssyni sem er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Sala Þróunarfélagsins til Háskólavalla var gagnrýnd á Alþingi í dag. Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði augljóst að ekki hafi verið farið að lögum um innkaup ríkiseigna og að einnig hefðu lög um Evrópska Efnahagssvæðið verið brotin þar sem kveðið er á um jafnan rétt allra til kaupa á eignum ríkisins.Fjármálaráðherra segir hins vegar að engin lög hafi verið brotin. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira
Fyrirtæki í eigu bróður fjármálaráðherra gæti hagnast um milljarða á umdeildum fasteignakaupum á Keflavíkurflugvelli. Markaðsvirði eignanna er meira en tvöfalt hærra en fyrirtækið Háskólavellir greiddi fyrir þær í október. Hæstaréttarlögmaður í stjórnarandstöðu segir lög hafa verið brotin með sölunni. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var stofnað til að fara með umsýslu eigna ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Í október síðast liðnum seldi félagið um 80% eigna sinna til Háskólavalla ehf. Fyrir eignirnar borgaði Háskólavellir 14 milljarða króna. Markaðsvirði eignanna miðað við fermetraverð í Reykjanesbæ er hins vegar 29 og hálfur milljarður. Háskólavellir eru skuldbundnir til að eiga eignirnar til ársins 2011 en þá má fyrirtækið selja þær á frjálsum markaði. Að Háskólavöllum standa fimm fyrirtæki, Glitnir, Fasteignafélagið Þrek, Sparisjóður Keflavíkur, Klasi hf og Teigur hf. Klasi hf er í eigu Þorgils Óttars Matthiesen en hann er sem kunnugt er bróðir Árna Matthiesen, fjármálaráðherra. Þá vekur athygli að stjórnarformaður Þróunarfélagsins er Árni Sigfússon en hann situr í bæjarstjórn Reykjanesbæjar ásamt Böðvari Jónssyni sem er aðstoðarmaður fjármálaráðherra. Sala Þróunarfélagsins til Háskólavalla var gagnrýnd á Alþingi í dag. Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði augljóst að ekki hafi verið farið að lögum um innkaup ríkiseigna og að einnig hefðu lög um Evrópska Efnahagssvæðið verið brotin þar sem kveðið er á um jafnan rétt allra til kaupa á eignum ríkisins.Fjármálaráðherra segir hins vegar að engin lög hafi verið brotin.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Sjá meira