Innlent

Tveir á slysadeild eftir árekstur

Nokkuð var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu nú síðdegis. Tveir ökumenn voru fluttir á slysadeild eftir árekstur á mótum Geirsgötu og Lækjargötu klukkan fjögur en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. Þá þurfti að kalla til kranabíl til þess að fjarlægja tvo bíla sem voru óökufærir eftir árekstur í Hafnarfirði en ökumenn sluppu við meiðsl.

Klukkan fimm var ekið á gangandi vegfaranda við Nóatún. Vegfarandinn sem er eldri kona var flutt á slysadeild en er ekki alvarlega slösuð að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×