Haft í hótunum Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 18:45 MYND/Stöð 2 Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin." Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Bandarískur talsmaður þjóðernishyggju - sem hvetur til ofbeldis gegn minnihlutahópum - segir marga Íslendinga aðhyllast skoðanir sínar. Höfundar íslenskrar vefsíðu sem hann hýsir hafa í hótunum við nafngreint fólk á síðunni. Fréttamanni Stöðvar tvö var hótað þegar óskað var eftir viðtali. Á vefsíðunni skapari.com er þjóðernishyggja og andúð á ýmsum minnihlutahópum aðal umfjöllunarefnið. Þar er meðal annars að finna lista yfir svokallaða óvini Íslands - nafngreinda kynþáttasvikara eins og síðuhöfundar nefna þá - þar á meðal forseta Íslands og konu hans. Síðan er til rannsóknar hjá lögreglu en enginn hefur enn verið færður til skýrslutöku vegna hennar. Það er mottó síðunnar að „ef maður geti hugsað það geti maður sagt það." Þeir sem skrifa á skapari.com hafa hugsað ýmislegt og skrifað um það - en ekki undir nafni. Hægt er að óska eftir viðtali við höfunda í gegnum síðuna en þeir óska nafnleyndar. Þegar fréttastofa hafði samband var svarið að enginn fjölmiðill fengi viðtali - þeim væri ekki treystandi miðað við hvernig fjölmiðlar erlendis hagi sér. Allir værum við settir undir sama hatt því höfundar síðunnar væru jú fordómafullir. Fréttastofa hafði samband við Hal Turner - einn helsta talsmann þjóðernishyggju í Bandaríkjunum - sem heldur úti síðunni. Hann sagði síðuna hafa verið óaðgengilega í dag vegna mikilla heimsókna á hana frá Íslandi eftir að umfjöllun fjölmiðla hófst. Öflugur eldveggur í kerfi hans hafi tekið því sem árásum þeirra sem vildu skemma síðuna og því lokað á íslenskar ip-tölur. Fréttastofa Stöðvar 2 óskaði í tölvupósti eftir viðtali við Hal Turner. Hann vildi ekki tala - sagði það reynslu sína að snúið yrði úr orðum sínum og síður hans sagðar fullar af hatursáróðri. Í svari sínu í tölvupósti bætti því við að vaxandi og dyggur hópur Íslendinga styddi skoðanir hans og skrifar svo: „Ef frétt þín verður röng eða villandi get ég sent helstu ófriðarseggi úr þessum hóp í heimsókn til þín til að láta í ljós óánægju mína. Treystu mér þegar ég segi þér að þú vilt ekki hafa mig fyrir óvin."
Fréttir Innlent Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira