Innlent

Heimsorkuráðið fundar á Íslandi árið 2009

MYND/Anton

Ákveðið hefur verið að árlegur fundur framkvæmdaráðs Heimsorkuráðsins verði haldinn í Reykjavík árið 2009. Í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu segir að þetta hafi verið ákveðið á fundi stjórnarþings Heimsorkuráðsins í Rómarborg í vikunni.

Um 500 manns munu sækja Ísland heim í tengslum við ársfundinn, þar á meðal margir helstu leiðtogar í orkumálum heimsins. Það var Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sem mælti fyrir framboði Íslendinga en hann undirrstrikaði forystuhlutverk Íslendinga í virkjun jarðvarma og benti á þá staðreynd að engin önnur þjóð mætti 75 prósentum af orkuþörf sinni með grænni endurnýjanlegri orku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×