Innlent

Sluppu ómeiddir úr bílveltu

MYND/Hörður

Tveir ungir menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt hálfa aðra veltu út af þjóðveginum í Hörgárbyggð á móts við bæinn Bægisá á tólfta tímanum í gærkvöldi.

Þeir voru á leið til Akureyrar þegar ísnálarigningu gerði á svæðinu og gler hálka myndaðist á veginum. Skömmu síðar hvarf hálkan eins og dögg fyrir sólu og sumarhiti, eða 11 stig, var orðinn á vettvangi klukkan sex í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×