Lögreglan taki á mistökum sínum 14. nóvember 2007 18:45 Lögregla og skotvopnasali gerðu mistök þegar manni sem varð öðrum að bana á Sæbraut í sumar, var afhent vopn. Þetta segir móðir unga mannsins sem myrtur var og vill hún að lögreglan taki á mistökum sínum. Ungi maður var myrtur í júlí í sumar af karlmanni sem keypti skotvopn í verslun í Reykjavík sem hann fékk afhent án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Í fréttum okkar í gær kom fram að lögregla ætlaði ekki að aðhafast frekar í þessu máli. Marta Bjarnadóttir, móðir unga mannsins, er alls ekki sátt við þær upplýsingar og segir það til skammar að lögreglan telji málið upplýst. Hún er jafnframt undrandi á því sem haft er eftir ríkissaksóknara í fréttum Stöðvar 2 í gær þess efnis að ekki sé allt refsivert sem aflaga fari. Marta segir þessi ummæli sérlega einkennileg þegar verið er að fjalla um mál af þessari stærðargráðu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri í höfuðborginni sagði við Stöð 2 í gær að enginn hefði verið áminntur í tengslum við þetta mál og hann hygðist ekki tjá sig frekar um það. Í dag sagði hann hins vegar að lögreglan muni upplýsa aðstandendur að eigin frumkvæði um endanlegar niðurstöður í málinu, þegar þær liggi fyrir, ásamt því að gera ríkissaksóknara grein fyrir niðurstöðunum. Marta segir að hvorki sonur sinn né gerandinn verði kallaðir aftur til lífsins, þeir séu báðir fórnarlömb í málinu. Hún finni til með aðstandendum gerandans. Hún segist ætla að halda áfram að vinna að því að upplýsa allt sem gerðist í aðdraganda atviksins á Sæbraut. Marta segist ekki vita hvort svona tilvik hafi hent áður að menn fái að kaupa vopn án þess að hafa til þess leyfi. Hún segir þó að það geti gerst aftur verði ekki tekið á þessum mistökum nú. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Sjá meira
Lögregla og skotvopnasali gerðu mistök þegar manni sem varð öðrum að bana á Sæbraut í sumar, var afhent vopn. Þetta segir móðir unga mannsins sem myrtur var og vill hún að lögreglan taki á mistökum sínum. Ungi maður var myrtur í júlí í sumar af karlmanni sem keypti skotvopn í verslun í Reykjavík sem hann fékk afhent án þess að hafa til þess tilskilin leyfi. Í fréttum okkar í gær kom fram að lögregla ætlaði ekki að aðhafast frekar í þessu máli. Marta Bjarnadóttir, móðir unga mannsins, er alls ekki sátt við þær upplýsingar og segir það til skammar að lögreglan telji málið upplýst. Hún er jafnframt undrandi á því sem haft er eftir ríkissaksóknara í fréttum Stöðvar 2 í gær þess efnis að ekki sé allt refsivert sem aflaga fari. Marta segir þessi ummæli sérlega einkennileg þegar verið er að fjalla um mál af þessari stærðargráðu. Stefán Eiríksson lögreglustjóri í höfuðborginni sagði við Stöð 2 í gær að enginn hefði verið áminntur í tengslum við þetta mál og hann hygðist ekki tjá sig frekar um það. Í dag sagði hann hins vegar að lögreglan muni upplýsa aðstandendur að eigin frumkvæði um endanlegar niðurstöður í málinu, þegar þær liggi fyrir, ásamt því að gera ríkissaksóknara grein fyrir niðurstöðunum. Marta segir að hvorki sonur sinn né gerandinn verði kallaðir aftur til lífsins, þeir séu báðir fórnarlömb í málinu. Hún finni til með aðstandendum gerandans. Hún segist ætla að halda áfram að vinna að því að upplýsa allt sem gerðist í aðdraganda atviksins á Sæbraut. Marta segist ekki vita hvort svona tilvik hafi hent áður að menn fái að kaupa vopn án þess að hafa til þess leyfi. Hún segir þó að það geti gerst aftur verði ekki tekið á þessum mistökum nú.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Ökumenn eigi að njóta en ekki þjóta á hættulegustu helgi ársins Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Sjá meira