Auknar greiðslur til foreldra langveikra barna 14. nóvember 2007 16:10 MYND/Pjetur Úrbætur verða gerðar á greiðslum til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram á Alþingi og var kynnt í dag. Í því eru lög sem sett voru árið 2006 um slíkar greiðslu endurskoðuð. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að vegna annmarka á núgildandi lögum hefðu aðeins tíu manns sótt um greiðslur á grundvelli laganna og þá var hópi alvarlegra veikra barna og alvarlega fatlaðra barna ekki tryggð fjárhagsaðstoð. Auk þess þóttu mánaðarlegar greiðslur of lágar en þær hafa numið um 95 þúsund krónum. Í hinu nýja frumvarpi er lagt til tvískipt kerfi. Annars vegar er um að ræða vinnumarkaðstengt kerfi og hins vegar félagslegt kerfi. Það fyrrnefnda nær til foreldra sem virkir eru á vinnumarkaði þegar barn þeirra veikist geta átt rétt á greiðslum sem tengdar eru tekjum þeirra. Þannig fær foreldri sem verið hefur samfellt þrjá mánuði á innlendum vinnumarkaði þegar barn þess greinist með alvarlegan sjúkdóm eða fötlun rétt á tekjutengdum greiðslum í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Þá er hægt að framlengja það um þrjá mánuði í alvarlegustu tilvikunum. Greiðslurnar eiga að nema 80 prósentum af meðaltali heildarlauna foreldris á tilteknum tíma. Þó getur hámarksfjárhæð ekki farið yfir 648 þúsund krónur á mánuði sem er sambærilegt við hámarksfjárhæð í fæðingarorlofskerfinu. Þeir foreldrar sem eru í námi þegar barn veikist eða er greint fatlað og þurfa að gera hlé á námi geta átt rétt á 130 þúsund krónum á mánuði í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Foreldrar ákveða sjálfir hvort og þá hvernig þeir skipta með sér rétti sínum til greiðslna en meginreglan er sú að foreldrar geta ekki átt rétt á greiðslum fyrir sama tímabil. Þó er lagt til það nýmæli að þegar barn nýtur líknandi meðferðar geta báðir foreldrar óskað eftir greiðslum fyrir sama tímabil í allt að þrjá mánuði. Félagslega kerfinu er ætlað að ná til foreldra alvarlegra langveikra eða mjög alvarlega fatlaðra barna óháð atvinnuþáttöku þeirra. Það getur náð til þeirra foreldra sem ekki hafa tekið virkan þátt í vinnumarkaði vegna ummönnunar barna sinna, eru utan vinnumarkaðar þegar barnið greinist eða geta ekki hafið störf að nýju þegar þeir hafa tæmt rétt sinn innan vinnumarkaðstengda kerfisins Getur foreldri átt sameiginlegan rétt á 130 þúsund króna mánaðarlegum grunngreiðslum með hinu foreldri barnsins. Auk þess er gert ráð fyrir viðbótargreiðslum vegna barna yngri en átján ára sem foreldri hefur framfærsluskyldu gagnvart að upphæð rúmlega 18 þúsund krónur. Árlegur kostnaður vegna beggja kerfanna er áætlaður um 250 til 310 milljónir króna en jafnframt er gert ráð fyrir kostnaðarauka er nemur 20 til 25 milljónum króna fyrstu árin. Gert er ráð fyrir að árlega kunni foreldrar um 85 barna að eiga rétt á tekjutengdum greiðslum innan vinnumarkaðstengda kerfisins en gert er ráð fyrir að foreldrar um 135 barna komi til með að eiga rétt innan félagslega kerfisins. Samtals er því gert ráð fyrir að foreldrar um 220 barna geti átt rétt á greiðslum innan heildarkerfisins. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira
Úrbætur verða gerðar á greiðslum til foreldra langveikra og alvarlega fatlaðra barna samkvæmt frumvarpi sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur lagt fram á Alþingi og var kynnt í dag. Í því eru lög sem sett voru árið 2006 um slíkar greiðslu endurskoðuð. Fram kemur í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu að vegna annmarka á núgildandi lögum hefðu aðeins tíu manns sótt um greiðslur á grundvelli laganna og þá var hópi alvarlegra veikra barna og alvarlega fatlaðra barna ekki tryggð fjárhagsaðstoð. Auk þess þóttu mánaðarlegar greiðslur of lágar en þær hafa numið um 95 þúsund krónum. Í hinu nýja frumvarpi er lagt til tvískipt kerfi. Annars vegar er um að ræða vinnumarkaðstengt kerfi og hins vegar félagslegt kerfi. Það fyrrnefnda nær til foreldra sem virkir eru á vinnumarkaði þegar barn þeirra veikist geta átt rétt á greiðslum sem tengdar eru tekjum þeirra. Þannig fær foreldri sem verið hefur samfellt þrjá mánuði á innlendum vinnumarkaði þegar barn þess greinist með alvarlegan sjúkdóm eða fötlun rétt á tekjutengdum greiðslum í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Þá er hægt að framlengja það um þrjá mánuði í alvarlegustu tilvikunum. Greiðslurnar eiga að nema 80 prósentum af meðaltali heildarlauna foreldris á tilteknum tíma. Þó getur hámarksfjárhæð ekki farið yfir 648 þúsund krónur á mánuði sem er sambærilegt við hámarksfjárhæð í fæðingarorlofskerfinu. Þeir foreldrar sem eru í námi þegar barn veikist eða er greint fatlað og þurfa að gera hlé á námi geta átt rétt á 130 þúsund krónum á mánuði í allt að þrjá mánuði með hinu foreldri barnsins. Foreldrar ákveða sjálfir hvort og þá hvernig þeir skipta með sér rétti sínum til greiðslna en meginreglan er sú að foreldrar geta ekki átt rétt á greiðslum fyrir sama tímabil. Þó er lagt til það nýmæli að þegar barn nýtur líknandi meðferðar geta báðir foreldrar óskað eftir greiðslum fyrir sama tímabil í allt að þrjá mánuði. Félagslega kerfinu er ætlað að ná til foreldra alvarlegra langveikra eða mjög alvarlega fatlaðra barna óháð atvinnuþáttöku þeirra. Það getur náð til þeirra foreldra sem ekki hafa tekið virkan þátt í vinnumarkaði vegna ummönnunar barna sinna, eru utan vinnumarkaðar þegar barnið greinist eða geta ekki hafið störf að nýju þegar þeir hafa tæmt rétt sinn innan vinnumarkaðstengda kerfisins Getur foreldri átt sameiginlegan rétt á 130 þúsund króna mánaðarlegum grunngreiðslum með hinu foreldri barnsins. Auk þess er gert ráð fyrir viðbótargreiðslum vegna barna yngri en átján ára sem foreldri hefur framfærsluskyldu gagnvart að upphæð rúmlega 18 þúsund krónur. Árlegur kostnaður vegna beggja kerfanna er áætlaður um 250 til 310 milljónir króna en jafnframt er gert ráð fyrir kostnaðarauka er nemur 20 til 25 milljónum króna fyrstu árin. Gert er ráð fyrir að árlega kunni foreldrar um 85 barna að eiga rétt á tekjutengdum greiðslum innan vinnumarkaðstengda kerfisins en gert er ráð fyrir að foreldrar um 135 barna komi til með að eiga rétt innan félagslega kerfisins. Samtals er því gert ráð fyrir að foreldrar um 220 barna geti átt rétt á greiðslum innan heildarkerfisins.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að ofbeldisbrot gegn eldri borgurum séu yfir þúsund á ári Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Sjá meira