Eins og að stela DVD úr verslun Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 7. nóvember 2007 11:55 Kristjana Thors Brynjólfsdóttir dagskrárstjóri Skjás eins segir ólöglegt niðurhal koma sér mjög illa og hafa áhrif á auglýsingatekjur. Þeir sem standa í ólöglegum skráarskiptum á netinu og hlaða niður íslenskum sjónvarpsþáttum eru rekjanlegir, rétt eins og þeir sem kaupa barnaklám á netinu. Fólk áttar sig oft ekki á því að þátttaka og viðskipti við starfsemi af þessu tagi getur verið afbrot í sjálfu sér. Þetta segir Ari Edwald forstjóri 365 miðla um ólöglegt niðurhal myndefnis á netinu. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa framleiðendur myndefnis og tónlistar kært Svavar Lúthersson eiganda Istorrent vefsins þar sem hægt er að hala niður myndum og tónlist á ólögmætan hátt. „Þetta er hliðstætt því að fólk fari inn í myndbandaverslun, taki sér DVD disk og gangi með hann út án þess að borga," segir Tómas Þorvaldsson lögmaður og bætir við að menn verði af verulegum tekjum sem annars rynnu til menningarstarfsemi. Vinsælasta efnið á torrent.is er Næturvaktin á Stöð 2. „Þetta er 100 prósent íslenskt efni og Stöðin hefur lagt mikinn metnað í að þessa dýru framleiðslu," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi. "Það er verið að sækja þetta í þúsundum eintaka á vefnum örfáum mínútum eftir sýningu þáttarins í sjónvarpi." Tómas segir að upphaflega hafi bréf verið sent til Svavars í október á síðasta ári og hann beðinn að láta af þessari dreifingu þar sem um ólögmæta háttsemi væri að ræða. Svavar hafi ekki orðið við þeim tilmælum og því hafi bréfinu verið fylgt eftir með kæru snemma á þessu ári. „Við krefjumst þess að hann verði sóttur til saka fyrir þessa háttsemi," segir Tómas; „Þetta er geysilega umfangsmikil starfsemi og hundruð ef ekki þúsundir titla í gangi."Gríðarlegt tjónSjónvarpsstöðvar, kvikmyndahús og myndframleiðendur verða fyrir gríðarlegu tjóni af þessum sökum. Vinsælir íslenskir sjónvarpsþættir fara í ólöglega dreifingu einungis örfáum mínútum eftir að sýningu þeirra lýkur í sjónvarpi.„Fólk skilur hreinlega ekki samhengið á milli þess að framleiðendur missi tekjur og geti þar af leiðandi ekki framleitt meira efni," segir Kristín Atladóttir stjórnarmaður í Framleiðendafélagi Sambands Íslenskra kvikmyndaframleiðenda.Með ólöglegu niðurhali missa höfundar af höfundaréttargreiðslum fyrir efni sitt. Sjónvarpssöðvar og kvikmyndahús missa áskrifendur og aðgangseyri. Þá er möguleikinn á sölu efnisins á DVD hverfandi ef efnið hefur náð dreifingu á netinu.Ókeypis sjónvarpsstöðvar"Það er mikill og útbreiddur misskilningur að ókeypis sjónvarpsstöðvar eins og Skjár einn verði ekki fyrir fjárhagstjóni af þessum ástæðum," segir Snæbjörn. Greitt er fyrir auglýsingar eftir áhorfi og þá gefur auga leið að auglýsingatekjur minnka í kringum erlenda þætti sem dreift hefur verið um netið.Kristjana Thors Brynjólfsdóttir dagskrárstjóri Skjás eins segir niðurhalið koma sér mjög illa fyrir Skjáinn þar sem hann sé algjörlega háður auglýsingasölu. Stefna stöðvarinnar sé að koma erlendu efni sem fyrst til áhorfenda til að lágmarka niðurhal á erlendum þáttum sem eru hvað mest í niðurhali.Refsiheimildir þarf að herða„Það er mikið alvöruefni ef fólki finnst engin ástæða til að greiða áskriftargjald sjónvarpsstöðva af því þeir geta stolið þessu," segir Snæbjörn og bætir við að ekki allir geri sér grein fyrir að þetta sé þjófnaður; „það gera hins vegar mennirnir sem reka þessar síður."Ari Edwald segir enga heildartölu til um tjónið. Nákvæmar tölur um umfang og hversu mikið það komi niður á áskriftum séu ekki til.„Meinsemd þessara afbrota er miklu víðtækari en að valda Stöð2 tekjutapi, " segir Ari; „laun og atvinna fólksins er í húfi." Innlend dagskrárgerð er dýrasta efni sem stöðin leggur í. "Hún byggir á því að afbrotamenn geti ekki gengið inn á skítugum skónum og stolið öllu saman."Hann segir alltof litla meðvitund um alvarleika þessara brota, bæði hjá almenningi og af hálfu yfirvalda.Því voru viðmælendur Vísis sammála. Refsiheimildir og aðgerðir lögreglu þurfi að herða til mikilla muna til að komast fyrir þessa ólöglegu starfsemi. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Þeir sem standa í ólöglegum skráarskiptum á netinu og hlaða niður íslenskum sjónvarpsþáttum eru rekjanlegir, rétt eins og þeir sem kaupa barnaklám á netinu. Fólk áttar sig oft ekki á því að þátttaka og viðskipti við starfsemi af þessu tagi getur verið afbrot í sjálfu sér. Þetta segir Ari Edwald forstjóri 365 miðla um ólöglegt niðurhal myndefnis á netinu. Eins og fram hefur komið í fréttum hafa framleiðendur myndefnis og tónlistar kært Svavar Lúthersson eiganda Istorrent vefsins þar sem hægt er að hala niður myndum og tónlist á ólögmætan hátt. „Þetta er hliðstætt því að fólk fari inn í myndbandaverslun, taki sér DVD disk og gangi með hann út án þess að borga," segir Tómas Þorvaldsson lögmaður og bætir við að menn verði af verulegum tekjum sem annars rynnu til menningarstarfsemi. Vinsælasta efnið á torrent.is er Næturvaktin á Stöð 2. „Þetta er 100 prósent íslenskt efni og Stöðin hefur lagt mikinn metnað í að þessa dýru framleiðslu," segir Snæbjörn Steingrímsson framkvæmdastjóri Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi. "Það er verið að sækja þetta í þúsundum eintaka á vefnum örfáum mínútum eftir sýningu þáttarins í sjónvarpi." Tómas segir að upphaflega hafi bréf verið sent til Svavars í október á síðasta ári og hann beðinn að láta af þessari dreifingu þar sem um ólögmæta háttsemi væri að ræða. Svavar hafi ekki orðið við þeim tilmælum og því hafi bréfinu verið fylgt eftir með kæru snemma á þessu ári. „Við krefjumst þess að hann verði sóttur til saka fyrir þessa háttsemi," segir Tómas; „Þetta er geysilega umfangsmikil starfsemi og hundruð ef ekki þúsundir titla í gangi."Gríðarlegt tjónSjónvarpsstöðvar, kvikmyndahús og myndframleiðendur verða fyrir gríðarlegu tjóni af þessum sökum. Vinsælir íslenskir sjónvarpsþættir fara í ólöglega dreifingu einungis örfáum mínútum eftir að sýningu þeirra lýkur í sjónvarpi.„Fólk skilur hreinlega ekki samhengið á milli þess að framleiðendur missi tekjur og geti þar af leiðandi ekki framleitt meira efni," segir Kristín Atladóttir stjórnarmaður í Framleiðendafélagi Sambands Íslenskra kvikmyndaframleiðenda.Með ólöglegu niðurhali missa höfundar af höfundaréttargreiðslum fyrir efni sitt. Sjónvarpssöðvar og kvikmyndahús missa áskrifendur og aðgangseyri. Þá er möguleikinn á sölu efnisins á DVD hverfandi ef efnið hefur náð dreifingu á netinu.Ókeypis sjónvarpsstöðvar"Það er mikill og útbreiddur misskilningur að ókeypis sjónvarpsstöðvar eins og Skjár einn verði ekki fyrir fjárhagstjóni af þessum ástæðum," segir Snæbjörn. Greitt er fyrir auglýsingar eftir áhorfi og þá gefur auga leið að auglýsingatekjur minnka í kringum erlenda þætti sem dreift hefur verið um netið.Kristjana Thors Brynjólfsdóttir dagskrárstjóri Skjás eins segir niðurhalið koma sér mjög illa fyrir Skjáinn þar sem hann sé algjörlega háður auglýsingasölu. Stefna stöðvarinnar sé að koma erlendu efni sem fyrst til áhorfenda til að lágmarka niðurhal á erlendum þáttum sem eru hvað mest í niðurhali.Refsiheimildir þarf að herða„Það er mikið alvöruefni ef fólki finnst engin ástæða til að greiða áskriftargjald sjónvarpsstöðva af því þeir geta stolið þessu," segir Snæbjörn og bætir við að ekki allir geri sér grein fyrir að þetta sé þjófnaður; „það gera hins vegar mennirnir sem reka þessar síður."Ari Edwald segir enga heildartölu til um tjónið. Nákvæmar tölur um umfang og hversu mikið það komi niður á áskriftum séu ekki til.„Meinsemd þessara afbrota er miklu víðtækari en að valda Stöð2 tekjutapi, " segir Ari; „laun og atvinna fólksins er í húfi." Innlend dagskrárgerð er dýrasta efni sem stöðin leggur í. "Hún byggir á því að afbrotamenn geti ekki gengið inn á skítugum skónum og stolið öllu saman."Hann segir alltof litla meðvitund um alvarleika þessara brota, bæði hjá almenningi og af hálfu yfirvalda.Því voru viðmælendur Vísis sammála. Refsiheimildir og aðgerðir lögreglu þurfi að herða til mikilla muna til að komast fyrir þessa ólöglegu starfsemi.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira