Lækka skatta á fólk og fyrirtæki 3. október 2007 12:15 Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að flest benti til að þensla síðustu ára væri á undanhaldi og stöðugleiki framundan. Hann sagði mikilvægt að fyrirtækin sæju sér hag í að vera með höfuðstöðvar á Íslandi og benti á harðnandi samkeppni um öflugustu fyrirtækin og bestu starfsmennina.Afgangur ríkissjóðs skapar svigrúm til þessara skattalækkana, sagði Geir og tæpti síðan á mörgum þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst einbeita sér að, uppbyggingu í þágu barna og ungmenna, leiðréttingu á kynbundnum launamun og meiri samkeppni á lyfjamarkaði svo fátt eitt sé nefnt.Að stefnuræðu lokinni tók Steingrímur J. Sigúfsson, formaður Vinstri grænna, til máls. Steingrímur gagnrýndi ýmislegt í ræðu Geirs, meðal annars að ekki ætti að hækka persónuafsláttinn nema um 4,8% - sem muni ekki halda í við launaþróun.Þá steig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í pontu og sagði stjórnina þegar á fjórum mánuðum hafa komið fjölmörgu í verk.Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði hagstjórnina nú alla í höndum Seðlabankans og telur sig skynja sundurlyndi hjá ríkisstjórninni.Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi mótvægisaðgerðirnar harðlega, Hafró-menn séu í enn einu svartsýniskastinu og aðgerðir sjávarútvegsráðherra vegi að grunni byggðar í landinu. Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hyggst lækka skatta á fólk og fyrirtæki á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra á alþingi í gærkvöldi. Persónuafslátturinn verður hækkaður og almannatryggingar endurskoðaðar til að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Stjórnarandstaðan sagði ræðuna flata. Forsætisráðherra sagði í stefnuræðu sinni að flest benti til að þensla síðustu ára væri á undanhaldi og stöðugleiki framundan. Hann sagði mikilvægt að fyrirtækin sæju sér hag í að vera með höfuðstöðvar á Íslandi og benti á harðnandi samkeppni um öflugustu fyrirtækin og bestu starfsmennina.Afgangur ríkissjóðs skapar svigrúm til þessara skattalækkana, sagði Geir og tæpti síðan á mörgum þeirra verkefna sem ríkisstjórnin hyggst einbeita sér að, uppbyggingu í þágu barna og ungmenna, leiðréttingu á kynbundnum launamun og meiri samkeppni á lyfjamarkaði svo fátt eitt sé nefnt.Að stefnuræðu lokinni tók Steingrímur J. Sigúfsson, formaður Vinstri grænna, til máls. Steingrímur gagnrýndi ýmislegt í ræðu Geirs, meðal annars að ekki ætti að hækka persónuafsláttinn nema um 4,8% - sem muni ekki halda í við launaþróun.Þá steig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, í pontu og sagði stjórnina þegar á fjórum mánuðum hafa komið fjölmörgu í verk.Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði hagstjórnina nú alla í höndum Seðlabankans og telur sig skynja sundurlyndi hjá ríkisstjórninni.Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi mótvægisaðgerðirnar harðlega, Hafró-menn séu í enn einu svartsýniskastinu og aðgerðir sjávarútvegsráðherra vegi að grunni byggðar í landinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira