Tryggingastofnun krefur landlausan öryrkja um 3 milljónir króna Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2007 15:53 Guðmundur Bjarnason, sem er öryrki, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun 3,3 milljónir króna vegna örorkulífeyris sem sagður er vera ofgreiddur. Krafan frá Tryggingastofnun var lögð fram eftir að Þjóðskrá tók einhliða ákvörðun um að breyta lögheimili Guðmundar Bjarnasonar án nokkurs samráðs við hann. Forsaga málsins er sú að Guðmundur hefur ferðast mikið til Asíu allt frá árinu 2004 og dvalið mikið í Kína. Tryggingastofnun ríkisins taldi grun leika á því að Guðmundur væri ekki búsettur á Íslandi. Var honum send skrifleg fyrirspurn um það í apríl 2006. Því bréfi svaraði hann með tölvupósti í júlí 2006 og sagðist halda heimili á Skúlagötu 72 ásamt maka sínum. Honum barst síðan aftur bréf frá Tryggingastofnun þremur dögum seinna. Þar var óskað upplýsinga um dagsetningar sem hann hafði dvalið í Kína. Hann sendi Tryggingastofnun allar þær upplýsingar sem spurt var um ásamt ljósriti úr vegabréfi sínu vegna áranna 2004 til 2006. Tryggingastofnun sendi í september 2006 öll þessi gögn til Þjóðskrár til að fá þeirra afstöðu í málinu. Í nóvember í fyrra var Guðmundi síðan sent bréf þar sem tilkynnt var að hann hefði ekki haft lögheimili á Íslandi frá janúar 2004. Í kjölfar ákvörðunar Þjóðskrár sendi Tryggingastofnun ríkisins Guðmundi bréf þar sem greint var frá því að ekki hafi verið heimilt að greiða honum örorkulífeyri og bætur honum tengdar síðastliðin þrjú ár. Fyrir liggur því ofgreiðsla sem hann er krafinn um endurgreiðslu á að upphæð rúmar þrjár milljónir króna. Tveir mánuðir eru liðnir frá því að lögmaður Guðmundar, Lára V. Júlíusdóttir, óskaði skýringa frá úrskurðarnefnd almannatrygginga og enn hafa engin svör borist. Þangað til situr Guðmundur eftir tekjulaus með ríflega þriggja milljóna króna skuld á bakinu. Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Guðmundur Bjarnason, sem er öryrki, þarf að endurgreiða Tryggingastofnun 3,3 milljónir króna vegna örorkulífeyris sem sagður er vera ofgreiddur. Krafan frá Tryggingastofnun var lögð fram eftir að Þjóðskrá tók einhliða ákvörðun um að breyta lögheimili Guðmundar Bjarnasonar án nokkurs samráðs við hann. Forsaga málsins er sú að Guðmundur hefur ferðast mikið til Asíu allt frá árinu 2004 og dvalið mikið í Kína. Tryggingastofnun ríkisins taldi grun leika á því að Guðmundur væri ekki búsettur á Íslandi. Var honum send skrifleg fyrirspurn um það í apríl 2006. Því bréfi svaraði hann með tölvupósti í júlí 2006 og sagðist halda heimili á Skúlagötu 72 ásamt maka sínum. Honum barst síðan aftur bréf frá Tryggingastofnun þremur dögum seinna. Þar var óskað upplýsinga um dagsetningar sem hann hafði dvalið í Kína. Hann sendi Tryggingastofnun allar þær upplýsingar sem spurt var um ásamt ljósriti úr vegabréfi sínu vegna áranna 2004 til 2006. Tryggingastofnun sendi í september 2006 öll þessi gögn til Þjóðskrár til að fá þeirra afstöðu í málinu. Í nóvember í fyrra var Guðmundi síðan sent bréf þar sem tilkynnt var að hann hefði ekki haft lögheimili á Íslandi frá janúar 2004. Í kjölfar ákvörðunar Þjóðskrár sendi Tryggingastofnun ríkisins Guðmundi bréf þar sem greint var frá því að ekki hafi verið heimilt að greiða honum örorkulífeyri og bætur honum tengdar síðastliðin þrjú ár. Fyrir liggur því ofgreiðsla sem hann er krafinn um endurgreiðslu á að upphæð rúmar þrjár milljónir króna. Tveir mánuðir eru liðnir frá því að lögmaður Guðmundar, Lára V. Júlíusdóttir, óskaði skýringa frá úrskurðarnefnd almannatrygginga og enn hafa engin svör borist. Þangað til situr Guðmundur eftir tekjulaus með ríflega þriggja milljóna króna skuld á bakinu.
Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira