Greint er frá fíkniefnafundinum á Fáskrúðsfirði í vefútgáfu danska dagblaðsins BT. Þar segir að tveir Íslendingar hafi verið handteknir í Kaupmannahöfn vegna málsins og að þá hafi danska lögreglan einnig lagt hald á fíkniefni.
Haft er eftir Jörgen Isalin, hjá dönsku ríkislögreglunni, að Íslendingarnir tveir hafi verið handteknir á Kaupmannahafnarsvæðinu. Við frekari rannsókn hafi danska lögreglan fundið fíkniefni en þó ekki í miklu magni.