Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna 20. september 2007 13:12 Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. MYND Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur. Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur.
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira