Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna 20. september 2007 13:12 Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. MYND Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. Elvar Örn Reynisson hjólar flesta daga vikunnar ofan úr Spöng til vinnu nálægt Nauthólsvík. Hann hefur í tvígang í þessari viku lent í því að dekk springi hjá honum vegna glerbrota. ,,Það eru núna glerpollar á átta mismunandi stöðum á þessari leið, flestir Grafarvogsmegin. Sömu glerbrotin leynast á stígunum í marga daga eða vikur" Elvar segir að bæði hann og félagi hans sem hjólar svipaða leið til vinnu hafi ítrekað hringt í Reykjavíkurborg með ábendingar og kvartanir en þeim sé ekki sinnt. Þeir hafi því nokkrum sinnum brugðið á það ráð að leggja af stað í vinnu 10-20 mínútum fyrr en venjulega, og sópað upp glerhrúgurnar á leiðinni. ,,Það er bara upp tvennt að velja, þrífa þetta upp sjálfur, eða að sprengja dekk". Það er svo ekki ókeypis, en Elvar segir að dekk kosti á bilinu 2-10 þúsund krónur, og flestir þeirra sem notið hjólið sem samgöngutæki séu á dýrari dekkjum. ,,Það sem er mest pirrandi við þetta ástand er það að nú er „samgönguvika" og hefði maður haldið og vonað að þá væri allt gert til að hafa svona hluti í lagi." segir Elvar. Elvar segist þó ekkert vera á þeim buxunum að hætta að hjóla í vinnuna. Hjólreiðarnar séu skemmtileg og góð líkamsrækt, auk þess sem hann sé fljótari á leiðinni á hjólinu. Guðni Hannesson eftirlitssverkstjóri yfir gatna- og gangstéttasópun hjá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar segir að allir stígarnir séu sópaðir tvisvar á sumri og svo eftir þörfum. Þeir séu þó hundruðir kílómetra að lengd, og því ekki hægt að sópa þá daglega. Því sé farið eftir ábendingum vegfarenda. Til dæmis hafi honum borist kvörtun um þessa leið fyrir þremur dögum, og hún hafi verið sópuð samdægurs. Samkvæmt Grænum skrefum Reykjavíkurborgar stendur til að göngu- og hjólreiðastígum verður sinnt eins og götum borgarinnar allan ársins hring. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfissviðs segir að þegar að umhverfis- og samgöngumál verði sameinuð undir einn hatt í Umhverfis- og samgöngusviði verði horft á samgöngur út frá umhverfisþáttum. Þannig verði verði göngu- og hjólreiðastígar ekki í öðru sæti á eftir götum, heldur jafn réttháir öðrum samgöngukostum. Samhliða því verði farið yfir það hvort þurfi að auka viðhald á vegunum, eða til dæmis snjómokstur.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira