Innlent

Eldur í fjölbýlishúsi í Njarðvík

Fjölbýlishús að Brekkustíg 31 C í Njarðvík er mikið skemmt eftir að eldur kom þar upp rétt eftir miðnætti í nótt. Íbúar hússins voru allir komnir út þegar lögreglan og slökkvilið kom á vettvang.

Miklar reyk-og vatnsskemmdir eru í íbúðum hússins og er íbúðin, þar sem eldurinn kom upp talin ónýt. Um einn og hálfan tíma tók að slökkva eldinn og var íbúum hússins komið til ættingja og vina í nótt. Eldsupptök eru óljós og er málið til rannsóknar hjá lögreglunni í Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×