Innlent

Á annan tug kvenna of feitar fyrir tæknifrjóvgun hjá Art Medica

Á annan tug kvenna getur ekki farið í tæknifrjóvgun hjá Art Medica á ári hverju vegna ofþyngdar. Læknar þar segja of feitar konur vera í meiri hættu að fá sjúkdóma á meðgöngu og auknar líkur séu á fæðingargöllum.

Í fréttum Stöðvar tvö var greint frá konu sem var látin hætta í miðri tæknifrjóvgunarmeðferð hjá Art Medica því hún þótti of þung. Konan hafði áður gengist undir tæknifrjóvgun og eignaðist barn fyrir þremur árum. Hún var jafn þung þá og hún er núna.

Þórður Óskarsson kvensjúkdómalæknir hjá Art Medica segist ekki vilja tjá sig um einstök mál en segist harma að meðferð konunnar hafi verið stoppuð. Hann segir meira eftirlit með ofþungum konum nú en áður vegna aukinnar sjúkdómahættu. Rannsóknir og reynslan sýni að ofþungar barnshafandi konur sem séu í miklum áhættuhópi.



Þórður segir viðmiðin vera þau að talið sé æskilegt að kona sem er 1,50 á hæð sé ekki yfir 80 kílóum, kona sem er 1,60 sé ekki yfir 90 kílóum, 1,70 sé ekki yfir 100 kílóum og 1,80 sé ekki yfir 115 kílóum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×