Innlent

Ákærður fyrir árás á mann á sjötugsaldri

Átján ára gamall piltur hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á 63 ára gamlan karlmann. Pilturinn er sagður hafa ráðist að manninum þar sem hann sat í bifreið sinni. Margsinnis slegið hann hnefahöggum í andlit og í líkama og sparkað í hann.

Maðurinn nefbrotnaði og missti fimm framtennur, hlaut skurð á vör, mikið mar á augum og í andliti, mar á kjálka og á brjóstkassa og eymsli á rifbeini.

Árásarþolinn krefst miskabóta að upphæð tæplega einni og hálfri milljón króna. Árásarmaðurinn gæti einnig átt von á fangelsisrefsingu. Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×