Innlent

Segja oddvita hreppsnefndar ekki mæla fyrir hönd meirihlutans

MYND/GVA

Fulltrúar Sólar á Suðurlandi, sem berjast gegn virkjunum í neðri hluta Þjórsár, mótmæla þeim orðum oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps í sjónvarpi í vkunni að meirihluti heimamanna sé hlynntur Holta- og Hvammsvirkjunum og að ekki séu neinar sérstakar náttúruperlur í sveitinni.

Telja samtökin að þau mæli fremur fyrir hönd meirihluta heimamanna sem óttist meðal annars jarðvegseyðingu sem fylgi virkjununum. Landið sem um ræði sé náttúruperla og fari það forgörðum auk annars stórtjóns á náttúru sveitarinnar bíði hreppurinn þess aldrei bætur.

„Landeigendur óttast um sinn hag því þeir gætu fyrr en varir verið í heljargreipum eignarnáms. Unnendur Þjórsár kannast ekki við "hinn þögla meirihluta" sem vísað er til að sé hlynntur þessum áformum og efast um að hann sé til," segir enn fremur í tilkynningu Sólar á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×